Home Fréttir Í fréttum Á annað hundrað milljónir í lagfæringar á Gamla Apótekinu á Akureyri

Á annað hundrað milljónir í lagfæringar á Gamla Apótekinu á Akureyri

100
0
Mynd Vikudagur/Ragnar Hólm

Gamla Apótekið var flutt aftur á sinn stað í Innbænum á Akureyri á dögunum eftir nokkra mánaða fjarveru en húsið var geymt á Krókeyri á meðan nýr grunnur var byggður undir húsið. Gamla Apótekið er í eigu Minjaverndar sem vinnur að því að gera húsið upp. Ástand hússins er slæmt að sögn Þorsteins Bergssonar, framkvæmdastjóra Minjaverndar. Það er fúið, missigið og illa farið.

<>

„Við erum ýmsu vanir en ástandið á þessu húsi er virkilega slæmt. Það var ekki á elleftu stundu sem hugað var að húsinu heldur frekar tólftu eða jafnvel þrettándu. Það mátti varla tæpara standa,“ segir Þorsteinn.

Markmið Minjaverndar er að endurgera húsið sem næst upprunalegri mynd og er gert ráð fyrir fjórum íbúðum í húsinu. Þorsteinn segir að vegna lélegs ástand á húsinu verði kostnaðurinn töluverður eða á annað hundrað milljónir sem Minjavernd fjármagnar.

Heimild: Vikudagur.is