Home Fréttir Í fréttum Sallarólegir við störf í rúmlega 600 metra hæð

Sallarólegir við störf í rúmlega 600 metra hæð

372
0
Það er mikið lagt á sig fyrir gott útsýni. Mynd: HAFÞÓR GUNNARSSON

Útsýnispallur á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík er að taka á sig endanlega mynd, aðeins rúmum tveimur árum eftir að hugmyndir um hann voru kynntar.

<>
Sérstakt úrlausnarefni var að tryggja þol pallsins þegar snjósöfnunin er eins mikil og hún hefur tilhneigingu til að vera á Bolafjalli að vetri til. Mynd: HAFÞÓR GUNNARSSON

Iðnaðarmenn hafa unnið hörðum höndum – og má segja lagt líf sitt að veði – til þess að festa stálbita í bjargið á tindi fjallsins, þar sem síðan verður smíðaður pallur með útsýni yfir Ísafjarðardjúpið.

Mynd: HAFÞÓR GUNNARSSON

Hafþór Gunnarsson sem hefur verið viðriðinn framkvæmdina frá upphafi skrifar í uppfærslu á Facebook að ljóst sé að einhverjir muni alls ekki hætta sér út á pallinn.

Svo ægilegur er hann gestkomandi, þannig að maður getur rétt ímyndað sér hvernig aðstæður eru hjá þeim sem vinna við að setja hann upp.

Mynd: HAFÞÓR GUNNARSSON

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti 160 milljónum króna til byggingar pallsins. Hann var smíðaður í Póllandi og nú hefur verið unnið að því að bora hann inn í fjallið. Hann á að opna í haust.

Mynd: HAFÞÓR GUNNARSSON

Vonir standa til að með pallinum verði Bolafjall einn af vinsælustu ferðamannastöðum Vestfjarða.

Áætluð lokaútkoma.
Mynd: EFLA

Heimild: Visir.is