Home Fréttir Í fréttum Sallarólegir við störf í rúmlega 600 metra hæð

Sallarólegir við störf í rúmlega 600 metra hæð

429
0
Það er mikið lagt á sig fyrir gott útsýni. Mynd: HAFÞÓR GUNNARSSON

Útsýnispallur á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík er að taka á sig endanlega mynd, aðeins rúmum tveimur árum eftir að hugmyndir um hann voru kynntar.

Sérstakt úrlausnarefni var að tryggja þol pallsins þegar snjósöfnunin er eins mikil og hún hefur tilhneigingu til að vera á Bolafjalli að vetri til. Mynd: HAFÞÓR GUNNARSSON

Iðnaðarmenn hafa unnið hörðum höndum – og má segja lagt líf sitt að veði – til þess að festa stálbita í bjargið á tindi fjallsins, þar sem síðan verður smíðaður pallur með útsýni yfir Ísafjarðardjúpið.

Mynd: HAFÞÓR GUNNARSSON

Hafþór Gunnarsson sem hefur verið viðriðinn framkvæmdina frá upphafi skrifar í uppfærslu á Facebook að ljóst sé að einhverjir muni alls ekki hætta sér út á pallinn.

Svo ægilegur er hann gestkomandi, þannig að maður getur rétt ímyndað sér hvernig aðstæður eru hjá þeim sem vinna við að setja hann upp.

Mynd: HAFÞÓR GUNNARSSON

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti 160 milljónum króna til byggingar pallsins. Hann var smíðaður í Póllandi og nú hefur verið unnið að því að bora hann inn í fjallið. Hann á að opna í haust.

Mynd: HAFÞÓR GUNNARSSON

Vonir standa til að með pallinum verði Bolafjall einn af vinsælustu ferðamannastöðum Vestfjarða.

Áætluð lokaútkoma.
Mynd: EFLA

Heimild: Visir.is