Home Fréttir Í fréttum 07.09.2021 Bygging hjúkrunarheimilis á Höfn í Hornafirði

07.09.2021 Bygging hjúkrunarheimilis á Höfn í Hornafirði

247
0
Mynd: BASALT arkitektar

Um er að ræða nýja viðbyggingu við Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) við Víkurbraut 29 í Sveitarfélaginu Hornafirði.

<>

Um er að ræða heildarframkvæmd, frá jarðvinnu að fullkláruðu húsi og lóðarfrágangi ásamt endurbótum á núv. byggingu HSU sem er í fullri starfsemi og verður allan framkvæmdatímann.

Núverandi bygging og ný viðbygging munu saman hýsa hjúkrunarheimili fyrir 30 heimilismenn.

Auk heimilishlutans mun byggingin hýsa dagvistun fyrir allt að 10 þjónustuþega, 3 sjúkrarými sem eru hluti af starfsemi HSU, kapellu, líkhús fyrir sveitarfélagið og matreiðslueldhús.

Núverandi hjúkrunarheimili er einnar hæðar bygging með kjallara undir hluta 1. hæðar. Tengigangur að norðanverðu tengir hjúkrunarheimilið við Heilsugæslustöð HSU.

Ný viðbygging er á einni hæð og verður sambyggð núverandi bygginu í sömu gólfhæð. Núverandi kjallari verður einnig stækkaður undir viðbyggingu.

Í miðju nýbyggingar verður innigarður sem mun nýtast íbúum hjúkrunarheimilisins. Öll hjúkrunarrýmin verða einstaklingsherbergi með einkabaðherbergi.

Byggingin er að mestu úr krosslímdum timbureiningum (CLT), einangraðar að utan með steinull og klæddar ýmist með álklæðningu eða standandi lerkiborðum.

Þakvirki er að mestu úr CLT einingum og ýmist klædd með álklæðningu eða með torfþaki. Kjallari er steyptur og einangraður að utan. Í inngarði eru glerjaðir útveggir. Endurbætur verða gerðar á núverandi byggingu, sem er steyp, þannig að hún þjóni m.a. hlutverki hjúkrunarheimilis.

Vakin er sérstök athygli á því að verkkaupi hyggst fá alþjóðlega umhverfisvottun samkvæmt BREEAM á nýbygginguna en slíkt vottunarferli tekur til margra þátta verktaka á byggingarstað.

Áætluð verklok eru í júní 2023.

Helstu stærðir:

Brúttó flötur byggingar: 2.468 m².
þar af nýbygging: 1.417 m² og núv. bygging: 1.051 m²

CLT timbureiningar: 2.960m²
Bendistál: 19.250 kg
Steinsteypa: 284 m³
Mót: 1.170 m²
Stálvirki: 12.090 kg
Léttir innveggir: 2.425 m²
Korkgólf: 1.651 m²
Gólfílögn 20-60 mm: 1.320 m²
Flísalögn: 990 m²
Málun lofta, veggja og gólfa: 4.040 m²
Bæsun CLT eininga: 2.280 m²
Niðurtekin loft: 1.780 m²
Timburlistaklæðning (Lerki): 300 m²
Álklæðning útveggja: 650 m²
Þakfrágangur slétt þök (gróðurþekja og möl): 675 m²
Þakfrágangur hallandi þök (álklæðning): 710 m²
Gröftur vegna frágangs lóðar: 1.800 m³
Fyllingar vegna frágangs lóðar: 2.060 m³
Hellulögn á lóð: 1.320 m²
Malbikun: 710 m²
Timburpallar 250 m²

Útboðsnúmer: 21428

Fyrirspurnarfrestur: 29.8.2021

Opnun tilboða: 7.9.2021