Home Fréttir Í fréttum Ný brú yfir Stóru-Laxá í útboð

Ný brú yfir Stóru-Laxá í útboð

133
0
Gamla brúin yfir Stóru-Laxá. mbl.is/Sigurður Bogi

Vega­gerðin hef­ur boðið út fram­kvæmd­ir við bygg­ingu nýrr­ar brú­ar yfir Stóru-Laxá, sem teng­ir Hruna­manna­hrepp við Skeiða- og Gnúp­verja­hrepp.

<>

Sú verður tví­breið, í fjór­um höf­um og 145 m löng. Með í útboðinu fylg­ir breikk­un og bót á veg­um nærri brúnni, alls um einn km, auk þess sem út­bú­inn verður 300 metra reiðstíg­ur.

Í nýju brúna þarf alls 2.300 rúm­metra af stein­steypu, 270 tonn af steypustyrkt­ar­járni og mótaflet­irn­ir eru 3.800 fer­metr­ar.

Til­boð þurfa að ber­ast fyr­ir 24. ág­úst nk. og má ætla að fram­kvæmd­ir hefj­ist þá fljót­lega í kjöl­farið. Verk­inu á að vera lokið 30. sept­em­ber á næsta ári.

Nú­ver­andi brú yfir Stóru-Laxá var byggð árið 1985, er ein­breið og á henni sveig­ur.

Hef­ur hún því þótt vera slysa­gildra og heima­menn og fleiri hafa lengi þrýst á um úr­bæt­ur, sem nú eru í aug­sýn.

„Aðkom­an er þröng og hef­ur valdið slys­um. Eins hafa bíl­ar lent sam­an á brúnni. Við höf­um lengi talað fyr­ir nýrri brú, til dæm­is við þing­menn og Vega­gerðina.

Þetta er mik­il­væg fram­kvæmd,“ seg­ir Hall­dóra Hjör­leifs­dótt­ir, odd­viti Hruna­manna­hrepps, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Heimild: Mbl.is