Home Fréttir Í fréttum Höfuðstöðvar Vegagerðarinnar afhentar

Höfuðstöðvar Vegagerðarinnar afhentar

118
0
Mynd: IAV.is

Um miðjan júní hóf Vegargerðin að flytja inn í nýjar höfðuðstöðvar í Suðurhrauni 3 í Garðabæ og flutti endanlega alla starfsemi sína í húsið í byrjun júlí.

<>

Húsið sem er í eigu Regins var endurbyggt með það í huga að henta sem skrifstofu- og lagerhús.

Mynd: IAV.is

Um er að ræða 3000 m2 skrifstofubyggingu á þremum hæðum auk 2400 m2 lager og tækjageymslu á 9.000 m2 lóð.

ÍAV var með stýriverktöku fyrir Reginn við framkvæmdina og sá um framkvæmdastjórn og samningsgerð við verktaka.

Framkvæmdir hófust í apríl 2020 með vinnu við niðurrif á hluta mannvirkja.

Mynd: IAV.is

Endurbygging hófst svo með uppsteypu í maí 2020.

Upphaflega var áætlað að ljúka framkvæmdum í mars, en það drógst til 15. Júní vegna ýmissa þátta svo sem hönnunar, umfangs verks og áhrifa frá Covid faraldrinum.

Heimild: IAV.is