Home Fréttir Í fréttum Laugavegur fær andlitslyftingu

Laugavegur fær andlitslyftingu

182
0
Öll húsalengjan við Laugaveg, þar á meðal höfuðstöðvar Heklu, mun víkja fyrir nýju byggðinni. mbl.is/sisi

Efri hluti Lauga­veg­ar mun taka mikl­um breyt­ing­um sam­kvæmt deili­skipu­lagi fyr­ir svo­kallaðan Heklureit, sem Reykja­vík­ur­borg hef­ur aug­lýst til kynn­ing­ar. Á skipu­lags­svæðinu er gert ráð fyr­ir allt að 463 íbúðum á efri hæðum og versl­un og þjón­ustu á 1. hæð.

<>

Á Heklureit er í dag fjöl­breytt at­vinnu­starf­semi. Þar er stærsti aðil­inn Hekla hf., bílaum­boð og verk­stæði, en einnig eru þar minni fyr­ir­tæki og skrif­stofu­hús­næði, ásamt versl­un­um og veit­inga­stöðum.

Í fundi skipu­lags- og sam­gönguráðs hinn 30. júní sl. var lögð fram til­laga Yrk­is arki­tekta ehf. dags. 16. júní 2021 að deili­skipu­lagi fyr­ir Heklureit, nán­ar til­tekið lóðirn­ar við Lauga­veg 168-174a.

Í til­lög­unni eru sett­ar fram skipu­lags­leg­ar heim­ild­ir fyr­ir íbúðir, at­vinnu­starf­semi og gisti­starf­semi.

Gert er ráð fyr­ir að all­ar bygg­ing­ar á lóð Lauga­veg­ar 168 til 174a verði fjar­lægðar að und­an­skildu bor­holu­húsi.

Byggðin verður mótuð með til­liti til lands­lags, sól­ar­gangs og veðurfars. Byggðin rís hæst til norðurs við Lauga­veg en er lægst til suðurs við Braut­ar­holt.

Framtíðarút­lit. Horft til bygg­ing­anna frá Lauga­vegi. Efri hluti göt­unn­ar mun taka stakka­skipt­um í framtíðinni. Tölvu­teikn­ing/​Yrki arki­tekt­ar

Um er að ræða íbúðar­hús, tveggja til sjö hæða, með mögu­leika á 8. hæð á norðvest­ur­horni Lauga­veg­ar 168 á reit A skv. fyr­ir­liggj­andi skipu­lagstil­lögu, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þessi áform í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is