Home Fréttir Í fréttum 18.08.2021 Leikskóli í Helgafellslandi – Hönnunarútboð

18.08.2021 Leikskóli í Helgafellslandi – Hönnunarútboð

169
0
Mynd: Mbl.is

Mosfellsbær óskar eftir tilboðum frá áhugasömum og hæfum ráðgjöfum í hönnun nýbyggingar fyrir leikskóla í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ.

<>

Heildarstærð leikskólans er 1.700 m2 og mun taka mið af þörfum yngri barna til leiks og útivistar. Gert er ráð fyrir að byggður verði leikskóli fyrir allt að 150 börn.

Markmiðið er að byggja hagkvæman og vel útfærðan leikskóla sem mætir öllum þörfum metnaðarfulls leikskólastarfs og menntastefnu Mosfellsbæjar.

Litið veðrur til þess að leikskólinn verði hagkvæmur í rekstri, að hljóðvist, lýsing og loftgæði verði sem best og byggingin í heild sinni falli þannig að umhverfi sínu að auðvelt sé að tengja saman skólastarf, náttúru, umhverfi og samfélag.

Mosfellsbær óskar eftir tilboðum frá hönnunarhóp sem samanstendur af eftirfarandi faghönnuðum:

  • Teymi arkitekta, innanhússarkitekta og landslagsarkitekta.
  • Verkfræðihönnuðum á sviðum jarðtækni, burðarvirkja, rafkerfa, lagna- og loftræsikerfa, brunatækni og hljóðvistar.

Samkvæmt áætlun skal fullnaðarhönnun lokið 15. febrúar 2022.

Útboðsgögn verða aðgengileg frá og með fimmtudeginum 22. júlí 2021 í rafræna útboðskerfinu vso.ajoursystem.is.

Tilboðum skal skila rafrænt gegnum rafræna útboðskerfið vso.ajoursystem.is eigi síðar en miðvikudaginn 18. ágúst 2021, kl. 14:00.