Home Fréttir Í fréttum Nýtt ráðhús Borgarbyggðar

Nýtt ráðhús Borgarbyggðar

156
0
Mynd: Visir.is

Byggðarráð Borgarbyggðar, í umboði sveitarstjórnar hefur staðfest kaupsamning á Digranesgötu 2, Borgarnesi auk samkomulags um leigu Arion Banka í hluta húsnæðisins.

<>

Hafin er vinna við að skipuleggja húsnæðið í samræmi við þarfir ráðhússins og vonast er til þess að sú vinna gangi fljótt fyrir sig.

Verkið verður síðan boðið út og því ekki ljóst hvenær framkvæmdum verður lokið og ráðhúsið opnað á nýjum stað.

Líkt og hefur komið fram í fundargerðum byggðarráðs var sveitarstjóra falið að skrifa undir kauptilboð í apríl sem var háð ástandsskoðun hússins. Í kjölfarið var fasteignin að Borgarbraut 14 sett í viðeigandi söluferli.

Viðræður hafa átt sér stað milli sveitarfélagsins og Arion Banka um húsnæðið og lauk þeim með formlegum hætti með undirritun samnings 15. júlí.

Meirihluti starfsemi ráðhússins fluttist í byrjun árs frá Borgarbraut 14 að Bjarnarbraut 8 þegar ástandsskoðun á fasteigninni leiddi í ljós að mikill rakavandi væri í húsnæðinu.

Í kjölfarið var farið í að kostnaðarmeta lagfæringar á Borgarbrautinni og leiddi sú vinna í ljós að það yrði dýrara fyrir sveitarfélagið að ráðast í endurbætur heldur en að fjárfesta í nýju húsnæði.

Heimild: Borgarbyggð.is