Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir eru hafnar við sjö þúsund fermetra hótelbyggingu við Geysi í Haukadal

Framkvæmdir eru hafnar við sjö þúsund fermetra hótelbyggingu við Geysi í Haukadal

100
0
Geysissvæðið í Haukadal. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

<>

Framkvæmdir eru hafnar við sjö þúsund fermetra hótelbyggingu við Geysi í Haukadal. Um er að ræða 77 glæsiherbergi, og stefnt er að opnun hótelsins árið 2017.

Ætlunin er að reisa hótel í sérflokki á Íslandi, og öll herbergin 77 verða á stærð við smærri svítur. Þá verður jafnframt lagt mikið í upplifun gesta hvað varðar hönnun þess. Verður hótelið byggt með það í huga að hægt sé að stækka það og koma alls fyrir um 160 herbergjum í framtíðinni.

Hótelið er viðbót við Hótel Geysi og verður rekið undir merkjum þess. Fyrir eru þar 22 herbergi auk 24 herbergja í smáhýsum á lóð hótelsins.

Einhver smáhýsanna munu víkja fyrir nýbyggingunni og fela framkvæmdirnar jafnframt í sér að eldri hluti hótelsins verði endurbyggður. Ætlunin er að að láta bygginguna falla inn í landslagið í aflíðandi hlíð að Beiná. Jafnframt er ætlað að notast við náttúrulegt byggingarefni eins og kostur er.

Veitingastaður veðrur endurbættur og efri hæðin sem nú er verður endurbyggð. Hönnuður hótelsins er hinn sami og hannaði veitingastaðinn Geysi Glímu sem var opnaður í júní 2012.

heimild: Sunnlenska.is