Home Fréttir Í fréttum Vinna við fyrstu kjallaraveggi í meðferðarkjarna hefjast á næstu vikum

Vinna við fyrstu kjallaraveggi í meðferðarkjarna hefjast á næstu vikum

150
0
Mynd: NLSH.is

Helstu verkþættir í uppsteypu á meðferðarkjarna sem nú eru í gangi eru áframhaldandi vinna við mótauppslátt, járnabendingu undirstaðna og jarðskaut.

<>

“Vinna við þrif á klöpp og þrifalagssteypur er að klárast. Vinna við fyllingar og lagnir í grunni er í fullum gangi”, segir Eysteinn Einarsson staðarverkfræðingur hjá NLSH.

Fyrsti hluti botnplötu var steyptur um síðustu mánaðamót og áætlað er að vinna við fyrstu kjallaraveggi hefjist á næstu vikum sem eru auðvitað viss áfangi, segir Eysteinn.

Heimild: NLSH.is