Home Fréttir Í fréttum Ríki og borg undirrita yfirlýsingu um Sundabraut

Ríki og borg undirrita yfirlýsingu um Sundabraut

67
0
Stefnt er að því framkvæmdir við Sundabraut hefjist árið 2026 og að brautin verði tekin í notkun árið 2031. Ljósmynd/Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, og Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, und­ir­rituðu í gær yf­ir­lýs­ingu um lagn­ingu Sunda­braut­ar.

<>

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Stefnt er að því fram­kvæmd­ir við Sunda­braut hefj­ist árið 2026 og að braut­in verði tek­in í notk­un árið 2031.

Ríki og borg sam­mæl­ast um það í yf­ir­lýs­ing­unni að Sunda­braut verði lögð alla leið í Kjal­ar­nes í einni sam­felldri fram­kvæmd og að alþjóðleg hönn­un­ar­sam­keppni verði hald­in um út­lit Sunda­brú­ar, verði hún fyr­ir val­inu.

Fjár­mögnuð með veg­gjöld­um

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir að næsta skref sé að gera fé­lags­hag­fræðilega grein­ingu á þver­un Klepps­vík­ur en að henni lok­inni verði haf­ist handa við að und­ir­búa breyt­ing­ar á aðal­skipu­lagi borg­ar­inn­ar, sem feli í sér end­an­legt leiðar­val Sunda­braut­ar.

Í yf­ir­lýs­ing­unni er staðfest að Sunda­braut verði fjár­mögnuð með veg­gjöld­um og ekki er gert ráð fyr­ir fjár­mögn­un fram­kvæmd­ar­inn­ar úr rík­is­sjóði.

Gjald­taka skal þó ekki hefjast fyrr en fram­kvæmd­um lýk­ur og stend­ur að há­marki í 30 ár.

Heimild: Mbl.is