Home Fréttir Í fréttum Skora á stjórnvöld að klára veg um Dynjandisheiði

Skora á stjórnvöld að klára veg um Dynjandisheiði

51
0
Dynjandisheiði um vetur. mbl.is/Kristján Kristjánsson

Stjórn Vest­fjarðastofu og sveit­ar­stjórn­ir á norðan- og sunn­an­verðum Vest­fjörðum hvetja Alþingi, ráðherra sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­mála og Vega­gerðina til þess að flýta fram­kvæmd­um á Dynj­and­is­heiði.

<>

Í frétta­til­kynn­ingu þar um seg­ir að vega­kerfið á Vest­fjörðum þoli ekki frek­ari taf­ir á þegar samþykkt­um vega­fram­kvæmd­um.

Einnig seg­ir að Dýra­fjarðargöng nýt­ist ekki til fulls fyrr en veg­ur um Dynj­and­is­heiði verði full­gerður frá Mjólká og ofan í Vatns­fjörð ásamt Bíldu­dals­vegi.

Veg­ur­inn kæmi í stað 70 ára gam­als veg­ar sem ekki hef­ur notið fulls viðhalds, eins og seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

„Heils­ársteng­ing milli norðan- og sunn­an­verðra Vest­fjarða skipt­ir miklu máli fyr­ir vax­andi at­vinnu­líf og sam­fé­lag á Vest­fjörðum.

Hér skipta máli mánuðir og ár og því mik­il­vægt að bjóða út næsta áfanga strax á þessu ári þar sem sú fram­kvæmd tek­ur 2-3 ár.

Auk heils­ársteng­ing­ar inn­an Vest­fjarða stytt­ir Dynj­and­is­heiðin ásamt fram­kvæmd­um í Gufu­dals­sveit leiðina Ísa­fjörður – Reykja­vík um 50 km auk þess að skapa heils­árs hring­leið um alla Vest­f­irði, Vest­fjarðaleiðina, 950 km hring um Vest­f­irði, Dali og Strand­ir.

Æskilegt væri að bjóða út alla fram­kvæmd­ina í einu til að flýta fram­kvæmd­um og ekki síður til að ná fram eins mik­illi hag­kvæmni og hægt er.

Hvert útboð kost­ar tíma og pen­inga auk þess sem fyr­ir­sjá­an­leiki hlýt­ur að vera æski­leg­ur fyr­ir fram­kvæmdaaðila einnig,“ seg­ir meðal ann­ars í áður­nefndri frétta­til­kynn­ingu frá Vest­fjarðastofu og sveit­ar­fé­lög­um á svæðinu.

Heimild: Mbl.is