Isavia hefur óskað eftir tilboðum í 1.100 fermetra viðbyggingu við flugstöðina á Akureyrarflugvelli ásamt breytingum á núverandi flugstöð og nánasta umhverfi.
Áætlað er að opna tilboð í byggingu flugstöðvar í ágúst.
„Viðbyggingin er stálgrindarhús, klætt einingum með stórum gluggum sem hleypa inn náttúrulegri birtu og útsýni yfir fjörðinn,“ segir meðal annars í útboðsgögnum.
Að byggingu lokinni verður þar settur upp flugvallabúnaður, færibönd fyrir farangur og fleira. Sá þáttur framkvæmda er ekki hluti af verkefnum verktakans, en hann skal aðlaga húsnæðið að viðeigandi búnaði.
Fyrsta skóflustunga að nýrri flugstöð var tekin 16. júní. Markaði hún upphaf tveggja ára framkvæmdatíma á Akureyrarflugvelli; viðbyggingu og breytingar á núverandi flugstöð auk framkvæmda við nýtt flughlað.
Heimild: Ruv.is