Home Fréttir Í fréttum Tap í framkvæmdafélagi Björgólfs

Tap í framkvæmdafélagi Björgólfs

216
0
Björgólfur Thor Björgólfsson. Aðsend mynd

Framkvæmdafélagið Arnarhvoll, sem er í fullri eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar og viðskiptafélaga hans, skilaði 46 milljóna króna tapi á síðasta ári, samanborið við 174 milljóna króna hagnað árið áður.

<>

Velta nam 3,1 milljarði króna og dróst saman um ríflega 1,3 milljarða frá fyrra ári. Eignir námu 944 milljónum króna í lok síðasta árs og eigið fé 432 milljónum.

Félagið sá m.a. um byggingu Grósku hugmyndahúss í Vatnsmýrinni, sem er að hluta í eigu Björgólfs.

Heimild: Vb.is