Home Fréttir Í fréttum Vill koma í veg fyrir fasteignabólu

Vill koma í veg fyrir fasteignabólu

68
0
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Seðlabank­inn lækkaði í vik­unni há­mark veðsetn­ing­ar­hlut­falls fast­eignalána til neyt­enda úr 85% niður í 80%. Há­marks­hlut­fall fyr­ir fyrstu kaup­end­ur er enn óbreytt eða 90%.

<>

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri sagði í Sprengjusandi á Bylgj­unni í dag að um væri að ræða fyr­ir­byggj­andi aðgerð til þess að koma í veg fyr­ir að fast­eigna­bóla mynd­ist og fast­eigna­verð fari upp úr öllu valdi. Hann bætti við að þótt fast­eigna­verð hefði hækkað mikið í ár hefði það hækkað án skuld­setn­ing­ar.

„Við vor­um að færa veðsetn­ingu niður í 80% fyr­ir fasta­kaup­end­ur, við höf­um al­veg heim­ild til þess að færa hana niður í 60% til 70% en ég er ekki að segja að við ger­um það. Við höf­um líka heim­ild sem alþingi veitti okk­ur í júní að tak­marka skuld­setn­ingu varðandi ráðstöf­un­ar­tekj­ur. Þannig að það tak­markist hvað fólk get­ur tekið mikið af pen­ing­um að láni varðandi ráðstöf­un­ar­tekj­ur,“ sagði Ásgeir.

Von­ar að þjóðin hafi lært af mis­tök­un­um

Hann sagði einnig að gríðarleg­ur skort­ur væri á hús­næði og veltu­hraði fast­eigna hefði aldrei verið minni.

„Þá skap­ast smá æs­ing­ur, í fyrsta lagi tel­ur fólk að það þurfi að leggja allt í söl­urn­ar til þess að ná þess­um eign­um og líka það að það skap­ast vænt­ing­ar um að fast­eigna­markaður­inn haldi áfram að hækka næstu ár og það sé allt í lagi að gíra sig upp í rjáf­ur, markaður­inn muni búa til eigið fé fyr­ir þig,“ sagði Ásgeir og jafn­framt:

„Ég vona að ís­lenska þjóðin hafi lært af sín­um mis­tök­um. Það er ekki ráðlegt að gíra sig upp í rjáf­ur með ekk­ert eigið fé.“

Heimild: Mbl.is