Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Nýr Landspítali Bílastæða og tæknihús

Opnun útboðs: Nýr Landspítali Bílastæða og tæknihús

725
0
Bílastæða- og tæknihús við nýjan Landspítala

21250 – NLSH Parking and Technology Building with pre‐ selection

Opnunardagsetning 30.06.2021 kl 13:00

<>

Bjóðandi Heildar tilboðsfjárhæð

Eykt ehf. 3.739.417.121
Íslenskir aðalverktakar hf. 4.484.174.377
Ístak hf. 2.741.325.000
ÞG verktakar ehf. 4.158.750.000

 

Bílastæða og tæknihús (BT húsið) mun rúma um 550 bíla. Þar verður einnig tæknirými fyrir varaaflsvélar Landspítalans og kælikerfi og fyrir varakyndingu. Í húsinu verður hjólageymsla fyrir 100 hjól þar af um fjórðungur fyrir rafhjól.

Áætlað er að heildarstærð hússins verði um 19.700 m2.

  • 2300 m2 fyrir tæknirými
  • 500 m2 fyrir geymslur
  • 16.900 m2 fyrir bílastæðahlutann

Gert er ráð fyrir að húsið verði fimm hæðir ofanjarðar og þrjár neðanjarðar.

Um er að ræða opið bílastæðahús með lokuðu tæknirými.

BT húsið mun eins og aðrar byggingar í Hringbrautarverkefninu hafa umhverfisvæna nálgun.