Home Fréttir Í fréttum Vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Melrakkasléttu

Vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Melrakkasléttu

133
0
Mynd: Sokdal Kommune
Fyrirtækið Quair Iceland hefur í hyggju að reisa vindorkuver á Hólaheiði við Kópasker. Forsendur þess er að aðalskipulagi Norðurþings verði breytt þannig að umrætt land verði skilgreint sem iðnaðarsvæði en ekki landbúnaðarsvæði eins og nú er.

Kynningarfundur á Kópaskeri

Í síðustu viku var haldinn fundur á Kópaskeri til að kynna íbúum það skipulags- og umhverfisferli sem verkefnið felur í sér.

<>

Horft er til um 33 km² lands á Hólaheiði þar sem byggja mætti allt að 40 vindmyllur. Fyrirhugaðar vindmyllur gætu í hæstu stöðu spaða náð allt að 200 metra hæð yfir landi.

Efla verkfræðistofa hefur gert úttekt á verkefninu og þar segir að raforkuframleiðsla verði allt að 200 MW.

Í mati Eflu kemur fram að markmiðið sé að auka framboð endurnýjanlegrar raforku á Íslandi. Raforkan yrði flutt inn í kerfi Landsnets og orkan yrði nýtt í heimabyggð. Áfram ætti að vera hægt að nýta landið til beitar samhliða vindorkuverinu.

Breyting á aðalskipulagi forsenda

Unnið er að umhverfismati og verða niðurstöður kynntar íbúum  þegar þær liggja fyrir. Forsendur þess að framkvæmdir geti hafist eru breytingar á aðalskipulagi Hólaheiðar.

„Við göngum út frá því að aðalskipulaginu verði breytt. Það er hins vegar ekki ávísun á það að vindmyllugarður komi til framkvæmda, það er önnur ákvörðun,“ segir Gaukur Hjartarson, skipulags- og byggingafulltrúi hjá Norðurþingi.

Þar sem verkefnið er umfangsmikið er það eðlilega umdeilt, segir Gaukur. Sumir séu neikvæðir, aðrir opnari en margir tiltölulega hlutlausir og bíða eftir niðurstöðum úr umhverfismati.

Heimild: Ruv.is