Home Fréttir Í fréttum Íbúar ósáttir við afgirt útileiksvæði á sameign

Íbúar ósáttir við afgirt útileiksvæði á sameign

200
0
Bríetartún Leikskólinn verður á jarðhæðinni og útileiksvæði þar fyrir framan. Þar verður tekið á móti 60 börnum á aldrinum frá 12 mánaða til þriggja ára. Mynd: mbl.is/sisi

Ekki eru all­ir íbú­ar í Bríet­ar­túni 9-11 sátt­ir við að ráðast skuli í bygg­ingu ung­barna­leik­skóla á jarðhæð húss­ins. Skort­ur á sam­ráði Reykja­vík­ur­borg­ar við íbúa húss­ins valdi reiði.

<>

Reykja­vík­ur­borg samþykkti í mars síðastliðnum leigu­samn­ing við fast­eigna­fé­lagið Íþöku vegna hús­næðis fyr­ir leik­skóla í Bríet­ar­túni 9-11.

Í þeim samn­ingi var tekið fram að Íþaka skyldi út­búa 520-530 fer­metra af­girt úti­leiksvæði áfast við húsið sunn­an- og aust­an­vert.

Leigu­samn­ing­ur­inn er tíma­bund­inn og gild­ir í 10 ár frá af­hend­ingu hús­næðis­ins. Leigu­gjald greiðist svo frá af­hend­ingu hús­næðis og er það 2.666.000 krón­ur á mánuði.

Ekki leik­skól­inn sjálf­ur sem er þrætu­eplið

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Svava Ara­dótt­ir, formaður hús­fé­lags­ins, „mik­il­vægt að það komi fram að það er ekki vegna leik­skól­ans sem slíks að óánægja hef­ur komið fram, það er fyrst og fremst vegna þess að úti­svæði leik­skól­ans verður sett á sam­eig­in­lega lóð íbúa“.

Svava seg­ir vissu­lega ein­hverja íbúa ekki hrifna af því að hafa þarna leik­skóla yfir höfuð, en það sé ekki helsta þrætu­eplið.

„Það er fyrst og fremst þessi sam­eig­in­lega lóð sem tek­in hef­ur verið und­ir leik­skól­ann án sam­ráðs við íbúa.

Á fyrstu hæðinni var alltaf gert ráð fyr­ir ein­hvers kon­ar at­vinnu­hús­næði og þar var átt við hús­næðið sjálft en ekki þessa sam­eig­in­legu lóð íbúa í hús­inu,“ seg­ir Svava.

Ann­ar íbúi í hús­inu, Jón Þor­varðar­son, tek­ur und­ir orð Svövu í þessu máli í sam­tali við mbl.is. „Ég gæti hugsað mér margt verra en leik­skóla þarna niðri.

Hins veg­ar finnst mér full­mik­ill yf­ir­gang­ur í þessu máli og ekki nægi­legt sam­ráð við eig­end­ur af hálfu borg­ar­inn­ar og fast­eigna­fé­lags­ins Íþöku.“

Fast­eigna­fé­lagið Íþaka á nokkr­ar stór­ar eign­ir í Borg­ar­túni Mynd: mbl.is/​Bald­ur Arn­ar­son

Úrlausn í mál­inu ligg­ur ekki fyr­ir

Í 30. grein laga um fjöleign­ar­hús er tekið fram að ekki sé hægt að ráðast í bygg­ingu, end­ur­bæt­ur eða fram­kvæmd­ir sem ekki var gert ráð fyr­ir í upp­hafi án samþykk­is allra eig­enda í hús­inu.

Sölvi Melax, fram­kvæmda­stjóri Heima­leigu, fer með umboð fyr­ir 20 íbúðir í hús­inu sem nýtt­ar eru til út­leigu.

„Við lít­um svo á að lög­fræðing­ar þurfi að skera úr um það hvort þetta sé meiri­hátt­ar breyt­ing á hag­nýt­ingu sam­eign­ar. Þetta er ekk­ert spurn­ing um mína skoðun eða ein­hvers ann­ars,“ seg­ir Sölvi í sam­tali við mbl.is.

Heimild: Mbl.is