Home Fréttir Í fréttum Hornsteinn hagnast um 689 milljónir

Hornsteinn hagnast um 689 milljónir

213
0
Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins. Mynd: Gígja Einarsdóttir

Tekjur Hornsteins drógust saman um 595 milljónir milli ára og námu 6,9 milljörðum króna á síðasta ári.

<>

Eignarhaldsfélagið Hornsteinn, móðurfélag B.M. Vallár, Björgunar og Sementsverksmiðjunnar, hagnaðist um 689 milljónir króna á síðasta ári og dróst hagnaðurinn lítillega saman frá fyrra ári er hann nam 705 milljónum króna.

Tekjur námu 6,9 milljörðum króna og drógust saman um 595 milljónir króna. Rekstrargjöld námu 5,7 milljörðum króna, samanborið við 6,2 milljarða króna árið áður. Rekstrarhagnaður nam 841 milljón króna og dróst saman um 14 milljónir króna frá fyrra ári.

Eignir félagsins námu 6,7 milljörðum króna í árslok 2020 og eigið fé 5,4 milljörðum króna. Skuldir námu 1,4 milljörðum og jukust um 247 milljónir króna milli ára.

Þorsteinn Víglundsson er forstjóri Hornsteins, en hann tók við starfinu í apríl á síðasta ári. Sagði hann af sér þingmennsku til að taka við starfinu, en áður sat hann á þingi fyrir Viðreisn frá árinu 2016.

Heimild: Vb.is