Home Fréttir Í fréttum Fyrsta skóflustunga á Dvergsreitnum í Hafnarfirði

Fyrsta skóflustunga á Dvergsreitnum í Hafnarfirði

297
0
Mynd: Facebooksíða GG Verks

Í gær var tekin fyrsta skóflustunga á Dvergsreitinum í Hafnarfirði.

<>

En GG Verk ehf. og Hafnarfjarðabær rituðu undir samning um uppbyggingu á Dvergsreitnum árið mitt ár 2018.

Miklar breytingar eru framundan á reitnum, breytingar sem hafa það að markmiði að tengja með fallegum hætti nýja byggð við eldri byggð.

Við mótun nýrrar byggðar var leitast við að fella húsin að aðliggjandi byggð við Suðurgötu, Lækjargötu og Brekkugötu hvað varðar stærðarhlutföll, form og efnisval.

Lækjargata 2 er á eftirsóknarverðu svæði fyrir íbúðarbyggð og af henni er útsýni yfir Lækinn, kirkjusvæðið og hluta miðbæjarins.

Á lóðinni stóð áður Dvergshúsið sem rifið var sumarið 2017.

Sjá eldri frétt

Heimild: Facebooksíða GG Verks