Home Fréttir Í fréttum Vilja að allar eigur ÍAV verði kyrrsettar

Vilja að allar eigur ÍAV verði kyrrsettar

218
0
Búið er að selja nær allar íbúðir á Kirkjusandi og íbúar eru fluttir inn í mikinn meirihluta þeirra. Baldur Arnarson

Fag­fjár­festa­sjóður­inn 105 Miðborg slhf., sem sér um upp­bygg­ingu á Kirkju­sands­reitn­um í Reykja­vík, hef­ur lagt fram kyrr­setn­ing­ar­beiðni á all­ar eign­ir verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins ÍAV.

<>

Eins og fram kom í ViðskiptaMogg­an­um í gær hafði ÍAV áður óskað eft­ir kyrr­setn­ingu á eign­um 105 Miðborg­ar slhf., sem er í stýr­ingu hjá Íslands­sjóðum, dótt­ur­fé­lagi Íslands­banka, vegna upp­bygg­ing­ar fé­lags­ins á Kirkju­sandi.

Í mál­inu er deilt um frá­gang á annað hundrað íbúða á Kirkju­sandi, en ÍAV sá um upp­bygg­ing­una þar til 105 Miðborg rifti samn­ing­um við fyr­ir­tækið í fe­brú­ar sl.

Sorg­legt út­spil

Jón­as Þór Jónas­son, fram­kvæmda­stjóri 105 Miðborg­ar, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að kyrr­setn­ing­ar­beiðni ÍAV sé sorg­legt út­spil í mál­inu og frá­leit krafa.

„Kyrr­setn­ing er íþyngj­andi úrræði sem óskað er eft­ir þegar kröf­ur eru rétt­mæt­ar og hætta er á að fjár­magni verði komið und­an.

Staðreynd­in er hins veg­ar sú að 105 Miðborg er vel fjár­magnaður sjóður með eign­ir um­fram skuld­ir upp á fjóra millj­arða króna,“ seg­ir Jón­as.

Hann bend­ir að auki á að sjóður­inn starfi sam­kvæmt skýr­um lög­um og regl­um og lúti op­in­beru eft­ir­liti.

Þá er sjóður­inn í eigu sterkra fag­fjár­festa, banka og líf­eyr­is­sjóða. „Þetta er lokaður sjóður sem aldrei hef­ur verið greitt út úr, nema til fram­kvæmdaaðila. Þeir hafa fengið alla sína reikn­inga greidda.“

Heimild: Mbl.is