Home Fréttir Í fréttum Starfsemin sprengir af sér höfnina

Starfsemin sprengir af sér höfnina

149
0
Hugmyndir um lagfæringar ogstækkun á höfninni í Þorlákshöfn. mbl.is

„Þótt þetta sé mik­il fram­kvæmd erum við viðbúin því að með áfram­hald­andi aukn­ingu verði orðin þörf fyr­ir næstu skref eft­ir fimm til sex ár og að þau verði enn stærri,“ seg­ir Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri Sveit­ar­fé­lags­ins Ölfuss.

<>

Notk­un hafn­ar­inn­ar í Þor­láks­höfn hef­ur vaxið mikið og er nú unnið að und­ir­bún­ingi end­ur­nýj­un­ar og stækk­un­ar hafn­ar­inn­ar sem unnið verður að á næstu árum.

Flutn­ing­ar hafa vaxið mjög um höfn­ina í Þor­láks­höfn. Nefna má tvö flutn­inga­skip Smyr­il line sem sigla þaðan til hafna á meg­in­landi Evr­ópu.

Ýmsir aðrir vöru­flutn­ing­ar eru um höfn­ina. Elliði bend­ir einnig á að Þor­láks­höfn sé vax­andi fiski­höfn. Aukn­ir mögu­leik­ar á út­flutn­ingi auki áhuga út­gerða á að landa þar afla fiski­skipa.

Elliði seg­ir að nú sé verið að ljúka hönn­un fram­kvæmda við höfn­ina og liggi það nokkuð fyr­ir hvað verði gert. Það sem út af standi verði prófað í líkani. „Við get­um hafið ákveðnar fram­kvæmd­ir á næst­unni.

Þannig verða boðin út kaup á efni í stálþil fyrri­hluta sum­ars og grjót­nám er að hefjast,“ seg­ir Elliði í um­fjöll­un um áform þessi í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is