Home Fréttir Í fréttum Aron Jóhanns í byggingarbransann

Aron Jóhanns í byggingarbransann

247
0
Aron Jóhannsson og Grétar Sigfinnur Sigurðarson. Mynd: Styrmir Kári

Knattspyrnumennirnir Aron Jóhannsson og Grétar Sigfinnur stefna að uppbyggingu íbúða á tveim lóðum, í Kópavogi og Mosfellsbæ.

<>

Knattspyrnumennirnir Aron Jóhannsson og Grétar Sigfinnur Sigurðarson eru helmingshluthafar í tveimur fasteignafélögum sem stefna að uppbyggingu tveggja lóða.

Félögin heita eftir lóðunum þar sem framkvæmdirnar eru fyrirhugaðar, Skjólbraut 11 og Uglugata 40.

Stefnt er að uppbyggingu fjögurra íbúða við Skjólbraut 11 að sögn Grétars en hann segir framkvæmdir við Uglugötu enn á byrjunarstigi.

„Við erum ekki einu sinni búnir að gera kaupsamning. Þannig að það er lítið hægt að tjá sig um það,” segir Grétar, í samtali við Viðskiptablaðið.

Grétar vildi annars lítið tjá sig um verkefnið og samstarfið að svo stöddu. Aron er fyrrum leikmaður Werder Bremen í Þýskalandi og bandaríska landsliðsins, og Grétar Sigfinnur er hvað þekktastur fyrir tíma sinn hjá KR.

Heimild: Vb.is