Fjórtán milljörðum verður varið til viðhalds og 17 milljörðum til nýframkvæmda. Malbik verður lagt á stærri veghluta nærri þéttbýli en áður. Malbikið er þrefalt dýrara en bundið slitlag, að sögn Óskars Arnar Jónssonar forstöðumanns framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.
Bundið slitlag er meirihluti viðhaldsframkvæmda. Þar undir falla öryggisaðgerðir, styrkingar á vegum og brúarviðhald og klæðningar.
Hjá Vegagerðinni fara sautján milljarðar í nýframkvæmdir á þessu ári.
Framkvæmdir hafnar á Kjalarnesi
Stærstu verkefni Vegagerðarinnar nú eru frá Hólmsá að Fossavöllum við Gunnarshólma á Suðurlandsvegi á leið út úr bænum. Þar verður unnið við hlið þjóðvegarins til að loka ekki annarri meginæðinni út úr höfuðborginni sem einnig er einn fjölfarnasti vegakafli landsins.
Á Kjalarnesi í seinni áfanga verður vegur breikkaður í tvo plús einn með möguleikum á að breikka í tvær tveggja akreina brautir síðar. Framkvæmdir eru hafnar á Kjalarnesi. Óskar Örn segir að alls staðar í þéttbýli verði nú unnið á nóttunni á stærri stofnbrautum til að valda sem minnstu róti fyrir vegfarendur.
Unnið á nóttunni í þéttbýli
Óskar Örn Jónsson forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar segir að í þéttbýli verði unnið á nóttunni á stærri stofnbrautum til að valda sem minnstu róti. Þverun Þorskafjarðar á Vestfjörðum stendur yfir og fyrsti áfangi stendur yfir á Dynjandisheiði upp frá Flókalundi.
Vinna stendur einnig yfir frá Dýrafjarðargöngum fyrir Meðalnes að Dynjandisvogi hinum megin frá. Stærsta verk á Norðurlandi er Þverárfjallsvegur og á Austurlandi eru stór brúarverkefni, Hverfisfljót og Núpsvötn er eitt þeirra, Jökulsá á Sólheimasandi á að brúa á nýjan leik.
Útboðskynning stendur einnig yfir fyrir hringveg um Hornafjörð. Óskar Örn segir sumarið eitt mesta framkvæmdasumar hjáVegagerðinni síðan fyrir hrun.
Heimild: Ruv.is