Home Fréttir Í fréttum Byggingariðnaðinn skorti framtíðarsýn

Byggingariðnaðinn skorti framtíðarsýn

136
0
Mynd úr verki sem unnið er úr rannsóknarverkefni Önnu Maríu sem ber titilinn Jarðsetning Ljósmynd/Laimonas Dom

Anna María Boga­dótt­ir, arki­tekt og menn­ing­ar­fræðing­ur, seg­ir einnota neyslu­menn­ingu nú ríkj­andi í ís­lensk­um bygg­ing­ariðnaði og tel­ur hún mik­il­vægt að við för­um að til­einka okk­ur meiri framtíðar­sýn í þess­um mál­um enda stönd­um við nú á tíma­mót­um vegna um­hverf­is­ins.

<>

Anna vinn­ur nú að rann­sókn­ar­verk­efn­inu Jarðsetn­ingu sem fjall­ar um stöðugar breyt­ing­ar í borg­inni og er hún meðal ann­ars með bók og kvik­mynd í vinnslu. Rann­sókn­ir henn­ar snúa að miklu leyti um líf­tíma bygg­inga í Reykja­vík og allt ferlið í kring­um það.

Anna María Boga­dótt­ir, arki­tekt og menn­ing­ar­fræðing­ur Ljós­mynd/​Aðsend

Varðveisla mik­il­væg fyr­ir framtíðina

„Við töl­um oft um varðveislu á for­send­um sög­unn­ar en að mínu mati snýst varðveisla um framtíðina og hvað við ætl­um að taka með okk­ur inn í hana, hvað vilj­um við varðveita.

Svo fjall­ar þetta líka um hvað það er sem við byggj­um nýtt og hvort það eigi að standa lengi. […] Fyrsta skrefið í varðveislu er nátt­úru­lega að vel sé staðið að bygg­ing­um ný­bygg­inga,“ seg­ir Anna í sam­tali við blaðamann mbl.is.

Tel­ur hún þá minni áherslu lagða á það í dag að bygg­ing­ar standi til lengri tíma. Það megi meðal ann­ars rekja til þeirr­ar kröfu um að bygg­ing­ar­kostnaði sé haldið í lág­marki.

„Sjóðirn­ir sem standa að baki bygg­inga eru oft með líf­tíma í kring­um 10 til 20 ár sem er miklu styttri líf­tími held­ur en bygg­ing­arn­ar sjálf­ar.“

Bygg­ing­ar jarðsett­ar í kyrrþey

Anna vek­ur at­hygli á ósam­ræm­inu sem felst ann­ars veg­ar í þeirri miklu viðhöfn þegar fram­kvæmd­ir hefjast og hins­veg­ar þögn­inni þegar við bygg­ing­ar eru rifn­ar og tekn­ar niður.

„Við fögn­um hinum nýja en svo þegar verið er að kveðja bygg­ing­ar þá er þessu bara hent og yf­ir­leitt er eng­inn að spá neitt sér­stak­lega í það. Bygg­ing­ar eru jarðsett­ar í kyrrþey.“

Bend­ir Anna á að niðurrif húsa sé mik­il­væg­ur hluti af ferli bygg­inga sem við hugs­um yf­ir­leitt ekki mikið um. Oft og tíðum erum við held­ur ekki meðvituð um hvers vegna við séum yf­ir­höfuð að losa okk­ur við þau. Er þessi hug­mynda­fræði hluti af neyslu­menn­ingu sam­tím­ans.

Ljós­mynd úr ljós­mynda­sýn­ing­unni Hið þögla en göf­uga mál. Ljós­mynd/​Sig­ur­hans E. Vign­ir

Borg­ar­lands­lagið skoðað í gegn­um ljós­mynd­ir

Er­indi Önnu Maríu, Umbreyt­ing borg­ar­lands­lags­ins, verður haldið í há­deg­inu á morg­un í Ljós­mynda­safni Reykja­vík­ur en það er hluti af dag­skrá sem stend­ur yfir vegna 40 ára af­mæl­is­sýn­ingu safns­ins.

Mun er­indið flétta sam­an vanga­velt­um Önnu um bygg­ing­ar­list nú­tím­ans og ljós­mynd­um úr safni Sig­ur­hans Vign­is úr ljós­mynda­sýn­ing­unni Hið þögla en göf­uga mál.

„Ég er aðeins að horfa í mynd­irn­ar, velta vöng­um yfir því hvernig hlut­irn­ir hafa þró­ast og hvar við stönd­um í dag og reyna að flétta það inn í vanga­velt­ur mín­ar og rann­sókn­ir. […] Ljós­mynd­in hef­ur verið svo mikið hreyfiafl hug­mynda og haft svo mik­il áhrif á það hvernig við höf­um byggt, þó hún sé alltaf kyrr.“

Heimild:Mbl.is