Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Ísafjarðarbær. Endurnýjun gangstétta við Hafraholt

Opnun útboðs: Ísafjarðarbær. Endurnýjun gangstétta við Hafraholt

217
0

Ísafjarðarbær hefur samþykkt að taka tilboði Búaðstoð ehf í 500 fermetra af gangstéttum, 133 fermetra af götum og 150 fermetra af burðarlagi í Hafraholti.

<>

Búaðstoð ehf var lægstbjóðandi og bauðst til þess að vinna verkið fyrir 9.734.500 kr.

Einnig barst tilboð frá Kjarnasögun ehf. 10.694.500 kr. Kostnaðaráætlun er kr. 14.888.100.

Alls var 6 fyrirtækjum boðið að gera tilboð.

Verkið felst í að endurnýja gangstéttir við Hafraholt ásamt uppúrtekt, fyllingum og efra burðarlagi.

Fjarlægja steypta gangstétt , endurnýja kantstein þar sem þess gerist þörf að mati eftirlitsmanns. Steypa nýja gangstétt og götu í stað þeirrar sem fjarlægð verður.

Framkvæmdum á að vera lokið 31. júlí næstkomandi.

Heimild: BB.is