Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra hafa gert samkomulag um byggingu nýs hjúkrunarheimilis við Mosaveg í Grafarvogi.
Heildarkostnaður hjúkrunarheimilisins er áætlaður um 7.697 milljónir króna og miðað er við 140 rými. Kostnaður við byggingu hjúkrunarheimilis skiptist þannig að 85% greiðast úr ríkissjóði en Reykjavíkurborg greiðir 15%.
Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að undirbúnings- og framkvæmdartími hefjist á þessu ári og að taka megi heimilið í notkun árið 2026.
Heimild: Reykjavikurborg