
Malbikstöðin og Fagverk hafa keypt Malbik og völtun ehf. sem hefur verið starfrækt í fjörutíu ár.
Í tilkynningu segir að með kaupunum sameinist fyrirtækin undir merkjum Malbikstöðvarinnar og færist starfsfólk hins keypta fyrirtækis þangað yfir.
„Kaupin eru mikilvægur hluti af uppbyggingu Malbikstöðvarinnar og Fagverks og einn liður í baráttu fyrirtækjanna um aukna markaðshlutdeild í samkeppni við Reykjavíkurborg sem fer mikinn á malbiksmarkaðnum í samkeppni við einkafyrirtækin,“ segir í tilkynningunni.
Heimild: Visir.is