Vel gengur að reisa nýjan íbúðarkjarna fyrir fatlaða að Stóragarði 12 en áætlað er að hann verði tilbúinn í desember næstkomandi.
Trésmiðjan Rein er aðalverktaki við bygginguna.
Húsið er einingarhús sem framleitt er af sænska fyrirtækinu Mjöbäcksvillan fyrir Belkod ehf. á Húsavík sem flytur það inn.
Stórigarður 12 er 470 fermetrar að stærð og er skipt niður í sex íbúðir ásamt sameignarrýmum og starfsmannaaðstöðu.
Eins og fyrr segir ganga framkvæmdi vel og allt á plani eins og Ragnar Hermannsson verkefnastjóri hjá Rein orðaði það í samtali við 640.is
Heimild: 640.is