Home Fréttir Í fréttum Engin tilboð bárust í Skipalyftukant í Vestmannaeyjum

Engin tilboð bárust í Skipalyftukant í Vestmannaeyjum

129
0
Ljósmynd/TMS

Á þriðjudaginn síðastliðinn stóð til að opna tilboð í framkvæmdir á Skipalyftukantinum í Vestmannaeyjahöfn.

<>

Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að Vestmannaeyjahöfn hafi óskað eftir tilboðum í þekju og lagnir á Skipalyftukantinum svokallaða.

Helstu verkþættir og magntölur eru að rífa rafbúnaðarhús, taka upp malbik og steypta þekju. Leggja regnvatnslagnir, niðurföll, brunn, vatnslagnir og ídráttarrör fyrir rafmagn. Grófjafna yfirborð og þjappa, fínjafna undir steypta þekju og malbik 1900 m². Steypa undirstöður fyrir ljósamastur og spil. Slá upp mótum, járnbinda og steypa þekju, alls um 1100 m². Malbika um 800 m² og koma fyrir rafmagnskössum og vatnsbrunnum á bryggjunni.

Fram kom að verkinu skuli lokið eigi síðar en 1. september 2021. En engin tilboð bárust hins vegar í verkið.

Að sögn Dóru Bjarkar Gunnarsdóttur, hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar mun verða lengt í útboðinu um tvær vikur eftir helgi.

Heimild: Eyjar.net