Home Fréttir Í fréttum 09.06.2021 Hamraskóli – Ný loftræsing fyrir kennslustofur

09.06.2021 Hamraskóli – Ný loftræsing fyrir kennslustofur

195
0
Hamraskóli. Mynd: Reykjavíkurborg

F.h. umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verkefni:

<>

Hamraskóli – Ný loftræsing fyrir kennslustofur, útboð nr. 15142

Umfang verks er samsetning á 3 nýjum loftræsikerfum fyrir kennslustofur, annars vegar tvö kerfi 7600 m3/klst. og hins vegar eitt kerfi 10300 m3/klst. ásamt færslum á 2 núverandi loftræsisamstæðum. Eins og fram kemur í útboðsgögnum.

Helstu magntölur:

  • Kantaðir stokkar og tengistykki             1650 kg
  • Sívalir stokkar og tengistykki                  800 m
  • Stilli og spjaldlokur                               101 stk.
  • Einangrun                                            965 m2
  • Innblástursristar og dreifarar                 110 stk.
  • Útsogristar og ventlar                             37 stk.

Kynningarfundur verður haldinn í Hamraskóla fimmtudaginn 26. maí 2021 kl. 15:00

Stokkavinna inn á kennslustofum skal lokið 16. ágúst 2021.

Lok framkvæmdatíma fyrri áfanga 30. desember 2021.

Lokaskiladagur verksins er  30. apríl 2022.

Hamraskóli er staðsettur Dyrhömrum 9, 112 Reykjavík.

Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl. 15:00 þann 21. maí 2021, á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is 

Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella “Nýskráning“.

Vakin er athygli á að allar fyrirspurnir verður að senda gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:15, 9. júní 2021.