Home Fréttir Í fréttum Þriðju hæðinni breytt fyrir milljarð

Þriðju hæðinni breytt fyrir milljarð

77
0
Til stendur að breyta þriðju hæð Kringlunnar og fjölga veitingastöðum og annarri afþreyingu. Ljósmynd/Aðsend

Ákveðið hef­ur verið að end­ur­skipu­leggja og breyta þriðju hæð Kringl­unn­ar og er kostnaður áætlaður um millj­arður króna.

<>

Fram­kvæmd­irn­ar munu taka eitt og hálft til tvö ár.

Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu munu fram­kvæmd­ir við þriðju hæðina hefjast inn­an tíðar en á hæðinni mun verða boðið upp á nýbreytni í afþrey­ingu og veit­ing­um.

Þetta verður viðbót við Sam­bíó­in og Borg­ar­leik­húsið. Ævin­týralandið fær meðal ann­ars yf­ir­haln­ingu í þess­um breyt­ing­um.

World Class opnaði ný­verið úti­bú í suður­hluta Kringl­unn­ar og þjón­ustu­ver Kringl­unn­ar, þar sem sækja má net­p­ant­an­ir úr versl­un­um utan af­greiðslu­tíma, eru inn­an svæðis­ins.

Inn­an skamms verður nýr veit­ingastaður, Finns­son Bistro, opnaður á svæðinu.

Heimild: Mbl.is