Home Fréttir Í fréttum Kistufelli við Brautarholt breytt í íbúðir

Kistufelli við Brautarholt breytt í íbúðir

189
0
Brautarholt 16. Verslunin Kistufell hefur verið á jarðhæðinni. Áformað erað byggja tvær hæðir ofan á húsið og innrétta íbúðir á efri hæðum þess. mbl.is/sisi

Það hef­ur færst í vöxt á und­an­förn­um árum að breyta iðnaðar- og versl­una­hús­næði í grón­um hverf­um í íbúðir. Þetta hef­ur m.a. verið gert í hús­um fyr­ir ofan Hlemm.

<>

All­nokkr­um hús­um við Braut­ar­holt hef­ur verið breytt í íbúðir. Og nú stend­ur fyr­ir dyr­um að byggja ofan á húsið Braut­ar­holt 16, þar sem vara­hluta­versl­un­in Kistu­fell hef­ur verið til húsa. Kistu­fell er rót­gró­in versl­un, stofnuð árið 1952.

Skipu­lags­full­trúi Reykja­vík­ur tók ný­lega til af­greiðslu fyr­ir­spurn um hvort leyft yrði að hækka húsið á lóð nr. 16 við Braut­ar­holt um tvær hæðir, inn­rétta sem íbúðir, koma fyr­ir svöl­um, stækka glugga og byggja stiga- og lyftu­hús og hjóla- og vagna­geymsl­ur.

Fyr­ir­spurn­inni var vísað til um­sagn­ar verk­efn­is­stjóra skipu­lags­full­trúa.

Þessi fyr­ir­spurn var lögð fram í kjöl­far þess að skipu­lags­yf­ir­völd samþykktu að breyta hús­inu við hliðina, Braut­ar­holti 18-20 (gamla Þórskaffi), úr at­vinnu­hús­næði í íbúðir.

Alls verða inn­réttaðar 64 íbúðir á 2.-5. hæð í hús­un­um tveim­ur. Þær fram­kvæmd­ir eru nú í full­um gangi. Sömu­leiðis er verið að inn­rétta 16 íbúðir neðar í göt­unni, í Braut­ar­holti 4a.

Heimild: Mbl.is