Home Fréttir Í fréttum Endurnýja 34 möstur í Kolviðarhólslínu

Endurnýja 34 möstur í Kolviðarhólslínu

68
0
Núverandi Kolviðarhólslína er gömul og úr sér gengin og mun víkja. Ljósmynd/Aðsend

Landsnet áform­ar að end­ur­nýja Kolviðar­hóls­línu 1 sem ligg­ur á milli tengi­virkj­anna á Kolviðar­hóli við Hell­is­heiðar­virkj­un og Geit­hálsi ofan Reykja­vík­ur og var áður hluti af Búr­fells­línu 3.

<>

Til­gang­ur­inn er að auka flutn­ings­getu lín­unn­ar inn á höfuðborg­ar­svæðið og Suður­nes. Skipu­lags­stofn­un tel­ur að fram­kvæmd­in hafi ekki um­tals­verð um­hverf­isáhrif í för með sér og ekki þurfi að gera mat á um­hverf­isáhrif­um.

End­ur­nýja þarf lín­una á 13 kíló­metra kafla. Koma þarf fyr­ir sver­ari leiðurum sem nú­ver­andi möst­ur bera ekki.

Þegar tengi­virki var byggt á Kolviðar­hóli var enda­mastrið end­ur­nýjað og fjög­ur burðarmöst­ur á um tveggja kíló­metra kafla. Þau verða lát­in standa en 34 möst­ur end­ur­nýjuð og byggð á þeim und­ir­stöðum sem fyr­ir eru.

Gömlu möstr­in verða felld og bútuð niður á staðnum og síðan flutt í burtu og sett í end­ur­vinnslu. Notaðar verða sömu vinnu­vél­ar við að reisa nýju möstr­in.

Áfram stál­grind­ar­möst­ur
Nýju möstr­in verða svo­kölluð M-stál­grind­ar­möst­ur með svipuðu út­liti og þau möst­ur sem búið var að skipta um.

Ekki þykir skyn­sam­legt að setja upp stál­röra­möst­ur eins og eru í flest­um nýj­um há­spennu­lín­um Landsnets vegna þess að til þess að nýta und­ir­stöðurn­ar þurfa nýju möstr­in að vera svipuð þeim gömlu að stærð og styrk.

End­ur­nýj­un Kolviðar­hóls­línu 1 er ekki á fram­kvæmda­áætl­un. Landsnet hef­ur hug á að ráðast í verk­efnið á ár­inu 2024, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Stein­unn­ar Þor­steins­dótt­ur upp­lýs­inga­full­trúa.

Lín­an ligg­ur að hluta til á vatns­vernd­ar­svæði. Landsnet mun láta gera áhættu­grein­ingu með til­liti til vatns­vernd­ar í sam­ráði við heil­brigðis­eft­ir­lit.

Heil­brigðis­eft­ir­lit­in á höfuðborg­ar­svæðinu óskuðu eft­ir frek­ari upp­lýs­ing­um um sinkhúð nýju mastr­anna og mögu­leg áhrif meng­un­ar á gróður og neyslu­vatn vegna flögn­un­ar sinkhúðar mastr­anna.

Það er vænt­an­lega gert í ljósi tær­ing­ar sem sést á yf­ir­borði mastra í þess­ari bráðum fimm­tugu há­spennu­línu og Landsnet rek­ur til út­blást­urs frá Hell­is­heiðar­virkj­un.

Áhættu­grein­ing Landsnets mun taka til mögu­legr­ar meng­un­ar af völd­um sinks og hvort til­efni sé til að vakta hana.

Heimild: Mbl.is