Home Fréttir Í fréttum Fá boltavelli í stað gamals og ónýts húss

Fá boltavelli í stað gamals og ónýts húss

105
0
Fótbolta- og körfuboltavöllur bætist við á lóð Vesturbæjarskóla, skömmu eftir að viðbygging var tekin í notkun. VÍSIR/VILHELM

Framkvæmdir eru hafnar á lóð Vesturbæjarskóla, þar sem leggja á fótbolta- og körfuboltavöll í sumar.

<>

Þegar vellirnir eru tilbúnir á þar með löngu framkvæmdaferli að vera lokið, sem hefur staðið yfir hjá skólanum um margra ára skeið.

Hringbraut 116 og 118 hættu að vera heimilisföng þegar húsið var rifið.
VÍSIR/VILHELM

Skólinn, með nýrri viðbyggingu, á með öðrum orðum að vera kominn í sína endanlegu mynd í bili. „Það verður allt tilbúið í haust,“ segir Margrét Einarsdóttir skólastjóri.

Síðasta haust var stærðarinnar hús rifið sem staðið hafði á skólalóðinni frá öndverðu. Það hús var að sögn Margrétar ónýtt og þurfti að víkja svo að hægt væri að uppfæra skólalóðina fyrir börnin.

Skólalóðin var um árið færð yfir Vesturvallagötu með þeim afleiðingum að kafli götunnar lokaðist fyrir bílaumferð frá Hringbraut. Sú ráðstöfun er komin til að vera og verður kaflinn héðan af varanlegur hluti skólalóðarinnar.

Í Vesturbæjarskóla eru rúmlega 330 nemendur frá 1. og upp í 7. bekk.
VÍSIR/VILHELM

Heimild: Visir.is