Home Fréttir Í fréttum Ætla að finna stað fyrir Fossvogslaug

Ætla að finna stað fyrir Fossvogslaug

57
0
Dagur B. Eggertsson og Ármann Kr. Ólafsson undirrita viljayfirlýsingu um Fossvogslaug. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ármann Kr. Ólafs­son bæj­ar­stjóri Kópa­vogs og Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur skrifuðu í dag und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu í Foss­vog­in­um um að finna nýrri sam­eig­in­legri sund­laug bæj­ar­fé­lag­anna stað um miðbik Foss­vogs­dals.

<>

Þá á laug­in að vera í göngu­færi frá grunn­skól­um dals­ins, Snæ­lands­skóla og Foss­vogs­skóla.

Tíma­setn­ing á upp­bygg­ingu laug­ar­inn­ar ligg­ur ekki enn fyr­ir en sveit­ar­fé­lög­in tvö hafa sam­eig­in­lega efnt til hönn­un­ar­sam­keppni um Foss­vogs­laug í sam­vinnu við Arki­tekta­fé­lag Íslands.

Áætl­un um fram­kvæmd­ir verður gerð þegar hönn­un, end­an­leg kostnaðaráætl­un og fjár­mögn­un vegna laug­ar­inn­ar ligg­ur fyr­ir. Gert er ráð fyr­ir að kostnaður skipt­ist til helm­inga, óháð end­an­legri staðsetn­ingu laug­ar­inn­ar. Bú­ist er við að aðgengi og um­ferð verði sá þátt­ur hönn­un­ar­sam­keppn­inn­ar sem verði hvað viðkvæm­ast­ur,” seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

„Þetta er mjög viðkvæmt svæði þannig að sam­keppn­in er mik­il­væg til þess að finna bestu mögu­legu staðsetn­ingu hérna á svæðinu,“ seg­ir Ármann í sam­tali við mbl.is.

Ein­ung­is bíla­stæði fyr­ir fatlaða

Þá er stefnt að því að sund­laug­in verði byggð sam­kvæmt græn­um stöðlum og því verða ein­ung­is bíla­stæði fyr­ir fatlað fólk og aðföng. Seg­ir í frétta­til­kynn­ingu að að öðru leyti muni laug­in þjóna nær­liggj­andi hverf­um og gang­andi og hjólandi gest­um.

Hvorki Dag­ur né Ármann hafa áhyggj­ur af því að í ljósi bíla­stæðal­eys­is við laug­ina sjálfa muni aðliggj­andi hverf­in, Kópa­vog­ur og Foss­vog­ur, fyll­ast af bíl­um.

„Þegar við fór­um af stað og fleytt­um hug­mynd­inni þá heyrðum við bæði úr Kópa­vog­in­um og Foss­vog­in­um að áhyggj­urn­ar voru helst af því að það myndi fylgja þessu mik­il um­ferð. Með hliðsjón af því hvað það er ótrú­lega mik­il og skemmti­leg traffík í daln­um þá vilj­um við láta reyna á það að þetta verði mjög grænt verk­efni og í meg­in­at­riðum komi fólk gang­andi og hjólandi,“ seg­ir Dag­ur og bæt­ir við: „Dal­ur­inn er þétt­byggður báðum meg­in svo það ættu að vera all­ar for­send­ur til þess.“

Dag­ur B. Eggerts­son og Ármann Kr. Ólafs­son. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ármann bend­ir á að þegar skýrsla um fyr­ir­hugaða Foss­vogs­laug kom út fyr­ir fjór­um árum síðan þá þótti það sér­stakt að ætla að byggja sund­laug án bíla­stæða. Nú sé ástandið þó breytt og þeir sem komi í dal­inn komi gang­andi og hjólandi.

„Traffík­in hér í gegn­um dal­inn eykst viku eft­ir viku og gang­andi og hjólandi eru að verða miklu fleiri,“ seg­ir Ármann og bæt­ir við: „Ég held að þessi hug­mynd hafi elst mjög vel.“

Hef­ur verið löng meðganga

Mbl.is fjallaði um fyr­ir­hugaða Foss­vogs­laug Reykja­vík­ur og Kópa­vogs í janú­ar 2012 og hug­mynd­in hef­ur því verið í bíg­erð í níu ár. „Ef níu mánuðir er eðli­lega meðganga þá hef­ur þessi verið nokkuð lengi,“ seg­ir Dag­ur.

Nú eru marg­ir íbú­ar Reykja­vík­ur með kort sem gilda í sund­laug­ar borg­ar­inn­ar. Dag­ur seg­ist von­ast til þess að slík korti muni gilda í fyr­ir­hugaða Foss­vogs­laug en það sé eitt af nokkr­um sam­eig­in­leg­um út­færslu­atriðum sem þurfi að glíma við þegar Reykja­vík og Kópa­vog­ur eru kom­in í sam­eig­in­leg­an rekst­ur.

„Út frá okk­ar sjón­ar­miði þá sýn­ist okk­ur að í raun og veru eru flest­ir Reyk­vík­ing­ar með sund­laug í þægi­legu göngu- eða hjóla­færi nema hér. Þannig að við sjá­um þetta sem bara okk­ar lyk­il­lífs­gæði sem borg“ seg­ir Dag­ur.

Ármann bend­ir á að sund­laug­in sé ekki síður fyr­ir­huguð fyr­ir skóla­sund en skóla­sundið í Kópa­vogi sé sprungið. Þá hef­ur einnig þurft að keyra nem­end­ur Foss­vogs­skóla í sund.

Fyrsti sam­eig­in­legi rekst­ur­inn milli sveit­ar­fé­laga

Seg­ir í frétta­til­kynn­ingu að ljóst sé að staðsetn­ing Foss­vogs­laug­ar kalli á breyt­ingu á skipu­lagi beggja sveit­ar­fé­laga, en þau hafa sam­eig­in­lega verið með breyt­ing­ar á heild­ar­deili­skipu­lagi dals­ins í und­ir­bún­ingi um hríð. Skipu­lags­vinnu verður lokið þegar niðurstaða hönn­un­ar­sam­keppni Foss­vogs­laug­ar ligg­ur fyr­ir.

Aðspurður hvort sveit­ar­fé­lög­in tvö ætli að ráðast í frek­ari sam­vinnu­verk­efni seg­ir Dag­ur að næsta sam­vinnu­verk­efni sé með Vega­gerðinni og það verði að brúa Foss­vog­inn yfir í Kárs­nesið en það muni færa sveit­ar­fé­lög­in tvö enn nær hvort öðru.

Ármann bend­ir á að það sé eitt að byggja mann­virki sam­an og annað að reka hlut­ina sam­an en að í því sé fólg­inn gríðarlega mik­ill sparnaður. „Ég held að það sé á út­leið að hugsa þetta endi­lega eft­ir því hvar sveit­ar­fé­laga­mörk liggja. Við erum í sam­starfi með rekst­ur golf­vall­ar og hesta­mannaaðstöðu með Garðabæ og nú lát­um við reyna á senni­lega fyrsta sam­eig­in­lega rekst­ur­inn á milli sveit­ar­fé­laga hérna á sveit­ar­fé­laga­mörk­um í Foss­vog­in­um,“ seg­ir Ármann.

Heimild: Mbl.is