F.h. umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verkefni:
Endurgerð leiksvæða við Grænuhlíð, Víðihlíð og Ljósheima, útboð nr. 15208
Verkið er endurgerð leiksvæða við Grænuhlíð, Víðihlíð og Ljósheima. Verktaki sér um verkið að fullu, með því er átt að hann útvegar leiktæki, búnað, fallvarnarefni, yfirborðsvinnu, alla jarðvinnu við verkið og fullnaðarfrágang. Unnið er eftir leikvallastefnu Reykjavíkurborgar og er um að ræða að Grænahlíð og Víðihlíð eru hefðbundnir leikvellir og Ljósheimar er þemavöllur.
Helstu magntölur:
Jöfnunarlag undir fallvarnarefni og gervigras 233 m2
Gröftur og brottakstur á umframefni 95 m3
Timbursmíði:
Hreiður 1 stk
Fjaðrir 4 stk
Fuglahús 1 stk
Gervigras 373 m2
Leiktæki:
Ungbarnarólur tvöfaldar 1
Kastali – uppbyggðir leikkofar 1
Þrautabraut 1
Snúningstæki 1
Snúningsstöng 1
Sambyggt klifurleiktæki 1
Jafnvægisstaurar 1
Jafnvægisstaur 1
Jafnvægisplatti 1
Ungbarnaróla 1
Tvöföld róla 2
Hreiðurróla 1
Leikfugl 1
Gormatæki – mýs/ungar 2
Lok framkvæmdar 30.september 2021
Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl. 14:00 þann 11. maí 2021, á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is
Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella “Nýskráning“.
Vakin er athygli á að allar fyrirspurnir verður að senda gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00, 26. maí 2021.