Home Fréttir Í fréttum Bæjarstjórn Akureyri klofnaði í afstöðu til háhýsa

Bæjarstjórn Akureyri klofnaði í afstöðu til háhýsa

71
0
Mynd: RÚV
Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti í gærkvöld að úthluta verktakafyrirtæki í bænum fjölbýlishúsalóð við Tónatröð. Málið er afar umdeilt og bærstjórn klofnaði í afstöðu sinni. Formaður skipulagsráðs segir ekkert óeðlilegt við vinnslu málsins.

Fimm lóðir undir fimm háhýsi

Meirihluti bæjarstjórnar hefur nú heimilað verktakafyrirtækinu SS Byggi að vinna að gerð breytinga á deiliskipulagi við reit í innbæ Akureyrar til samræmis við hugmyndir sem fyrirtækið hefur kynnt.

<>

Fyrirtækið sótti um fimm lóðir við götuna þar sem reisa á fimm stór fjölbýlishús. Þær hugmyndir hafa allt frá kynningu verið umdeildar en bæjarstjórn Akureyrar, sem skipuð er öllum bæjarfulltrúum, klofnaði málinu.

Fimm greiddu atkvæði gegn tillögunni en sex samþykktu hana. Þrír Sjálfstæðismenn, annar fulltrúi Framsóknarflokksins, annar fulltrúi L-listans og fulltrúi Miðflokksins.

Segja afgreiðsluna ekki í anda góðrar stjórnsýslu

Þeir bæjarfulltrúar sem greiddu atkvæði gegn tillögunni létu við afgreiðslu hennar bóka að eðlilegt væri að auglýsa reitinn til þess að allir áhugasamir fái jöfn tækifæri til þess að sækjast eftir lóðinni. Er það sagt í anda góðrar stjórnsýslu og jafnræðis.

„Í anda góðrar stjórnsýslu og jafnræðis er eðlilegt að bæjarstjórn tryggi að allir áhugasamir fái jöfn tækifæri til þess að sækjast eftir lóðum við Tónatröð á breyttum forsendum.

Við leggjum til að svæðið verði skipulagt sem almennur þróunarreitur og auglýst eftir samstarfsaðila vegna vinnu við skipulag reitsins, þó með þeim skilyrðum að uppbygging falli vel að nærliggjandi byggð,“ segir í bókun.

Málið vakið hörð viðbrögð

Málið hefur vakið sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum og tjáði Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar tjáði sig um það í færslu á Facebook í gærkvöldi. Þar segist hún bæði „döpur og slegin“ yfir því að meirihluti bæjarstjórnar hafi samþykkt málið.

Öðrum verktaka hafnað árið 2018

Árið 2018 hafnaði skipulagsráð þrisvar umsókn frá verktakanum Hoffelli ehf. sem lagði fram hugmyndir um breytingar á svæðinu í þá átt að byggja háhýsi. Á þeim tíma taldi skipulagsráð sex íbúða fjölbýlishús ekki samræmast útliti og yfirbragði nærliggjandi byggðar.

Segir ekkert óeðlilegt við ferlið

Þórhall Jónsson, formaður skipulagsráðs, segir að með þessu sé verið að bregðast hratt og vel við lóðaskorti í bænum. Ekki hafi verið jafn rík þörf á lóðum þegar Hoffell sótti um að byggja á svæðinu árið 2018. Skipulagsráði hafi litist vel á hugmyndir verktakans og ekkert óeðliegt sé við ferlið.

Heimild: Ruv.is