Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir á minnst 220 nýjum íbúðum á Akureyri

Framkvæmdir á minnst 220 nýjum íbúðum á Akureyri

104
0
Mikill og vaxandi áhugi er á byggingarlóðum á Akureyri. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson.

Á þessu ári er gert ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist við að minnsta kosti 220 nýjar íbúðir á Akureyri á byggingarhæfum lóðum sem þegar hefur verið úthlutað.

<>

Þetta kemur fram í frétt á vef Akureyrarbæjar. Þar segir að mikill og vaxandi áhugi sé á byggingarlóðum sveitarfélagsins og hefur verið góður gangur í úthlutunum undanfarin misseri.

Nú stendur til að hefja uppbyggingu síðasta áfanga Hagahverfis. Þar hefur 29 lóðum verið úthlutað fyrir um 184 íbúðir.

Á öðrum svæðum vítt og breitt um bæinn er samkvæmt skipulagi hægt að hefja framkvæmdir við 24 íbúðir um leið og lóðarhafar hafa sótt um byggingarleyfi.

Framkvæmdir hafa að jafnaði hafist við um 131 íbúð á ári síðustu 20 árin og 155 íbúðir síðustu fimm ár.

Ef fram fer sem horfir gæti árið 2021 nálgast metárin fyrir efnhagshrunið og árið 2017 þegar framkvæmdir í Hagahverfi hófust. Ætla má að árlega sé þörf fyrir um 130-160 íbúðir á Akureyri.

Þá segir í fréttinni að lífleg þróun í skipulags- og byggingamálum hafi leitt til þess að lausum lóðum hafi fækkað hratt síðustu mánuði.

Holtahverfi er næsta stóra uppbyggingarsvæði bæjarins og er gert ráð fyrir allt að 300 íbúðum af ýmsum stærðum og gerðum.

Þá er að hefjast skipulagsvinna fyrir Kollugerðishaga, íbúðahverfi vestan Borgarbrautar ofan Giljahverfis, og er vonast til að deiliskipulag verði tilbúið í kringum næstu áramót.

Miðað er við að á þessu svæði rísi 600-750 íbúðir.

Heimild: Vikubladid.is