Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Skrifað undir samning um byggingu nýs netaverkstæðis

Skrifað undir samning um byggingu nýs netaverkstæðis

242
0
Þeir Remigijus Bilevicius hjá Vélsmiðju Grundarfjarðar og Guðmundur Smári Guðmundsson hjá Guðmundi Runólfssyni hf undirrita samninginn. Ljósm. tfk/skessuhorn.is

Síðastliðinn föstudag var fánaborg reist á lóðinni þar sem gamla fiskimjölsverksmiðjan stóð í fjöldamörg ár á hafnarsvæðinu í Grundarfirði.

<>

Hún var rifin á síðasta ári en á lóðinni mun nýtt netaverkstæði Guðmundar Runólfssonar hf. rísa á næstu misserum.

Samningur á milli Guðmundar Runólfssonar hf og Vélsmiðju Grundarfjarðar ehf. var undirritaður um bygginguna.

Vélsmiðjan flytur inn allt efni í bygginguna frá Póllandi og mun svo sjá um að reisa húsið sem verður 860 fermetrar að grunnfleti.

Stefnt er að því að taka húsið í notkun þann 9. október í haust en það er afmælisdagur Guðmundar heitins Runólfssonar stofnanda fyrirtækisins.

Heimild: Skessuhorn.is