Home Fréttir Í fréttum 50 milljónir áætlaðar í Vigtartorgið í ár

50 milljónir áætlaðar í Vigtartorgið í ár

124
0
Töluvert er komið af hleðsluveggjum á Vigtartorgið. Ljósmyndir/TMS

Á þessu ári var gert ráð fyrir 50 milljónum króna í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjahafnar til framkvæmda á Vigtartorginu.

<>

En undanfarnar vikur hefur verið unnið að grjóthleðslu á torginu.

Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir í samtali við Eyjar.net að það sé áætlað að klára hleðsluveggi, koma upp lýsingu og leiktækjum á þessu ári.

Reiknað er með að framkvæmdum ljúki vorið 2022

„Af þeim sökum verður Vigtartorgið svolítið óvirkt í sumar en munum samt sem áður reyna að vinna þannig að hægt sé að nota það t.d. um sjómannadagshelgina ef af verður og við aðra stóra viðburði.

Áætlanir á sínum tíma gerðu ráð fyrir í kringum 100 milljónum króna sem dreifast á 3 ár en á þessu ári var gert ráð fyrir 50 milljónum króna í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjahafnar.

Reiknað er með að framkvæmdum ljúki vorið 2022.” segir Ólafur Snorrason.

Heimild: Eyjar.net