Home Fréttir Í fréttum Skóg­ar­böðin opnuð í fe­brú­ar 2022

Skóg­ar­böðin opnuð í fe­brú­ar 2022

494
0
Skóg­ar­böðin. Starf­sem­in mun nýta allt það tæra heita vatn sem renn­ur úr Vaðlaheiðargöng­um en það er um 61 sek­únd­u­lítri af 49,7° heitu vatni. Til þessa hef­ur það runnið óhindrað til sjáv­ar. Tölvu­teikn­ing/​Basalt Arki­tekt­ar

Nú um helg­ina verður byrjað að sprengja fyr­ir sökkli nýs mann­virk­is við ræt­ur Vaðlaheiðar, aust­an meg­in í Eyjaf­irði.

<>

Þar er á ferðinni Finn­ur Aðal­björns­son jarðvinnu­verktaki en hann hef­ur ásamt konu sinni, Sig­ríði Maríu Hammer, lagt út í stór­tæka upp­bygg­ingu á jörð sem þau festu kaup á í sept­em­ber í fyrra.

Þar er ætl­un­in að opna svo­kölluð Skóg­ar­böð hinn 11. fe­brú­ar næst­kom­andi.

Spurður út í hver hafi átt hug­mynd­ina að þessu verk­efni seg­ir Finn­ur í Morg­un­blaðinu í dag, að hann hafi lengi gengið með hug­mynd­ina að þessu verk­efni í mag­an­um.

„Ég er fædd­ur og upp­al­inn á Laugalandi en þangað sækja Ak­ur­eyr­ing­ar mikið af sínu vatni. Ég hef því verið hálf­gerður vatna­karl alla tíð og sótt marga baðstaði vítt og breitt um heim­inn. Mig hef­ur því lengi langað til að ráðast í upp­bygg­ingu af þessu tagi.“

Heimild: Mbl.is