Home Fréttir Í fréttum Fyrsta skóflustungan tekin að fjölbýlishúsum við Sólhlíð í Vestmannaeyjum

Fyrsta skóflustungan tekin að fjölbýlishúsum við Sólhlíð í Vestmannaeyjum

140
0
Garðar og Kristján taka hér fyrstu skóflustunguna. Ljósmyndir/TMS

Það var kátt á hjalla hjá viðstöddum á Sólhlíðinni í gær þegar fyrsta skóflustungan var tekin að tveimur tveggja hæða fjölbýlishúsum sem þar munu rísa.

<>

Það er Vigtin Fasteignafélag sem byggir fjölbýlishúsin. Alls verða íbúðirnar 20 talsins, að sögn Sigurjóns Ingvarssonar, byggingarstjóra.

Hann segir að íbúðirnar séu á bilinu 60-120 fermetrar. Aðspurður um hvert áhugasamir kaupendur geti snúið sér segir Sigurjón að íbúðirnar verði seldar hjá Fasteignasölu Vestmannaeyja.

Ásamt Sigurjóni er Daði Pálsson sem stendur að framkvæmdinni. Þeir fengu þá Kristján Óskarsson og Garðar Björgvinsson til að taka fyrstu skóflustunguna af húsunum.

En þeir Kristján og Garðar fóru af stað á sínum tíma með hugmynd sína um að reisa fjölbýlishús á þessu svæði.

Kristján sagði á tímamótunum í dag að hann væri gríðarlega ánægður með þetta framtak. Það væri gott að sjá þessa frábæru hugmynd verða loks að veruleika.

Húsin sem þarna munu rísa verða öll hin glæsilegustu, með bílakjallara og lyftu. Teikningar og nánari upplýsingar um byggingarnar má sjá hér. (PDF).

Heimild: Eyjar.net