Home Fréttir Í fréttum Já­kvætt myglu­strok í ný­upp­gerðu hús­næði

Já­kvætt myglu­strok í ný­upp­gerðu hús­næði

109
0
„Eng­in börn hafa veikst vegna myglu í leik­skól­an­um svo vitað sé,“ seg­ir í svari Reykja­vík­ur­borg­ar við fyr­ir­spurn mbl.is. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Leki kom upp í leik­skól­an­um Kvista­borg í Foss­vogi vorið 2020 í hús­næði sem ný­lega hafði verið gert upp.

<>

Í loft­gæðamæl­ingu verk­fræðistof­unn­ar Mann­vits um sum­arið kom eitt myglu­strok út já­kvætt og var það af­hent um­hverf­is- og skipu­lags­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar í júlí síðastliðnum.

Leik­skól­inn fékk aft­ur á móti skýrsl­una um málið ekki af­henta fyrr en í mars­mánuði.

Í skrif­legu svari frá Reykja­vík­ur­borg við fyr­ir­spurn mbl.is um málið er ástæðan fyr­ir því sögð sú að til hafi staðið að Mann­vit fylgdi niður­stöðunum eft­ir með kynn­ingu fyr­ir stjórn­end­ur.

Mygla kom upp árið 2017

„Tvennt virðist hafa tafið fyr­ir þeim kynn­ing­ar­fundi, ann­ars veg­ar aðstæður er varða Mann­vit og hins veg­ar aðstæður í leik­skól­an­um í tengsl­um við  Covid-19.

Aðgang­ur að skól­an­um var m.a. tak­markaður og mörg brýn verk­efni á hendi starfs­fólks og stjórn­enda,“ seg­ir í svari frá borg­inni.

Verk­fræðistof­an Efla rann­sak­ar nú hús­næðið og hef­ur starf­semi leik­skól­ans verið færð í bráðabirgðahús­næði að Hólm­g­arði 34.

Þegar niður­stöður úr henni liggja fyr­ir verður farið í þær fram­kvæmd­ir sem Efla tel­ur nauðsyn­leg­ar.

Mygla kom upp í Kvista­borg árið 2017. Leik­skóla­stjór­inn sagði viðhaldi þá ábóta­vant.

Ekki vitað til þess að börn hafi veikst

Hafa börn á leik­skól­an­um lent í veik­ind­um sem mögu­legt er að tengja myglu í hús­næði?

„Eng­in börn hafa veikst vegna myglu í leik­skól­an­um svo vitað sé.“

Í svari borg­ar­inn­ar seg­ir jafn­framt að full­trú­ar skóla- og frí­stunda­sviðs ásamt full­trú­um um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs séu í góðu sam­starfi við leik­skóla­stjóra Kvista­borg­ar á meðan loft­gæði í leik­skól­an­um eru könnuð og unnið að end­ur­bót­um á hús­næði.

„Allt verður gert til þess að flutn­ing­ur á milli húsa raski sem minnst starf­semi leik­skól­ans. Bráðabirgðahús­næði fyr­ir leik­skól­ann að Hólm­g­arði 34 er gott og stutt í úti­leiksvæði.“

Talað fyr­ir dauf­um eyr­um

Vís­ir greindi frá bréfi leik­skóla­stjóra Kvista­borg­ar til for­eldra um málið sl. miðviku­dag. Í frétt miðils­ins var eft­ir­far­andi texta­brot úr póst­in­um m.a. birt:

„Ég hef ætíð óskað eft­ir betri myglu-sýna­töku í Kvista­borg en talað fyr­ir dauf­um eyr­um. Ég fór þá leið að panta sjálf sýna­töku frá Eflu verk­fræðistofu fyr­ir Kvista­borg, í kjöl­farið á niður­stöðum frá Mann­viti.

Það er búið að taka nokk­ur sýni á þess­um tveim­ur stöðum þar sem á að fara í fram­kvæmd­ir, Asp­ar­lundi og gryfj­unni.

Mygla eða ekki mygla, það vit­um við ekki fyr­ir víst, en við bíðum eft­ir niður­stöðum í skýrslu frá Eflu. Þegar skýrsl­an berst mun ég upp­lýsa ykk­ur nán­ar um stöðu mála.“

Heimild: Mbl.is