Home Fréttir Í fréttum Bú­ast við að losa þurfi óhreinsað skólp í sjó

Bú­ast við að losa þurfi óhreinsað skólp í sjó

141
0
Fram­kvæmd­ir í skólp­dælu­stöðinni Faxa­skjóli. Mynd úr safni. mbl.is/​Golli

Veit­ur munu í sum­ar hefja fram­kvæmd­ir við nokkuð um­fangs­mikla end­ur­nýj­un búnaðar í dælu- og hreins­istöðvum frá­veitu á höfuðborg­ar­svæðinu.

<>

Verk­efnið stend­ur yfir í ríf­lega ár og á þeim tíma verða tíma­bundn­ar rekstr­artrufl­an­ir í stöðvun­um og bú­ast má við að í ein­hverj­um til­vik­um þurfi að losa óhreinsað skólp í sjó á meðan á þeim stend­ur.

Frá þessu greina Veit­ur í til­kynn­ingu.

Tekið er fram að fram­kvæmd­irn­ar fel­ist í end­ur­nýj­un vél­búnaðar í hreins­istöðvum við Ánanaust og Klettag­arða og í dælu­stöðvum við Ing­ólfs­stræti, Lauga­læk og Faxa­skjól.

Gert sé ráð fyr­ir að þeim ljúki haustið 2022.

„Vandað verður til alls und­ir­bún­ings þess­ara fram­kvæmda svo lág­marka megi sem kost­ur er þann tíma er stöðva þarf starf­semi dælu- eða hreins­istöðvar.

Neyðarút­rás­ir og yf­ir­föll eru við all­ar stöðvarn­ar og má bú­ast við tíma­bund­inni meng­un við út­rás­ir á meðan los­un er virk,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Veit­ur munu greina nán­ar frá ein­staka fram­kvæmd­um og til­kynna hverja fyr­ir sig.

Á meðan slíkt ástand var­ir verður fólki bent á að fara ekki í fjöru eða í sjó í ná­grenni þeirr­ar stöðvar sem er í rekstr­ar­stöðvun.“

Fylgst með fjör­um

Í til­kynn­ing­unni er fólk einnig minnt á að kló­sett eru ekki rusla­föt­ur og að allt það sem hent sé í sal­erni fari í sjó ef dælu- og hreins­istöðvar eru ekki virk­ar.

„Sjór­inn hreins­ar líf­rænu efn­in hratt og vel og slík meng­un var­ir í skamm­an tíma. Rusl, eins og blaut­klút­ar, tannþráður, eyrnap­inn­ar, smokk­ar og dömu­bindi, svo fátt eitt sé nefnt, er verra viður­eign­ar og skil­ar sér á end­an­um í fjör­ur sem marg­ar eru nýtt­ar til úti­vist­ar.

Veit­ur hafa und­an­far­in ár látið fylgj­ast með fjör­um í Reykja­vík og ef rusl hef­ur borist í þær er það hreinsað. Svo verður áfram á meðan á þessu verk­efni stend­ur.“

Fylgj­ast megi með stöðu á neyðarlúg­um í frá­veitu­sjá á www.veit­ur.is. Einnig má finna upp­lýs­ing­ar um ein­staka fram­kvæmd­ir á vef Veitna.

Heimild: Mbl.is