Home Fréttir Í fréttum Slökkvi­starfi lokið og lítið tjón

Slökkvi­starfi lokið og lítið tjón

85
0
Eld­ur í þaki Hyrn­unn­ar í Borg­ar­nesi. Ljós­mynd/​Aðsend

Slökkvi­starfi er lokið Borg­ar­nesi og seg­ir Bjarni Þor­steins­son, slökkviliðsstjóri Borg­ar­byggðar, tjónið óveru­legt. Slökkviliðið hafi mjög fljótt náð tök­um á eld­in­um og eins tókst að verja húsið að inn­an við reyk­skemmd­um. Aðeins er um lít­ils hátt­ar vatns­tjón að ræða.

<>

Eld­ur kom upp í þaki stöðvar N1 í Borg­ar­nesi um klukk­an 11 í morg­un. Allt til­tækt lið slökkviliðs Borg­ar­byggðar kom fljótt á vett­vang en að sögn Bjarna var um stóra út­hring­ingu að ræða, það er slökkviliðið í Reyk­holti, Bif­röst og Hvann­eyri var kallað út.

Ein­hverj­ar skemmd­ir urðu á þaki húss­ins þar sem slökkviliðið þurfti að saga sig í gegn­um þakið auk þess sem eld­ur komst í hluta þess. Verið var að vinna við að laga þakið þegar eld­ur komst í pappa með þess­um af­leiðing­um.

Heimild: Mbl.is