Home Fréttir Í fréttum 19.05.2021 Útveggir á Meðferðarkjarna NLSH

19.05.2021 Útveggir á Meðferðarkjarna NLSH

261
0
Meðferðarkjarninn verður stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, en í húsinu verður þungamiðjan í starfsemi Landspítalans. Mynd: NLSH

Nýr Landspítali ohf óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í forvali vegna hönnunar, framleiðslu, sölu og uppsetningar á útveggjum fyrir Meðferðarkjarna, sem er meginbygging fyrirhugaðra nýbygginga Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og er alls um 70 þús. fm að flatarmáli.

Um er að ræða útveggjakerfi fyrir Meðferðarkjarna, alls um 29.000 fm, sem er aðallega einingakerfi (unitised curtain walls) útveggjaeininga, sem klæðir alla útveggi og ytri veggi í inngörðum og við stigaganga byggingarinnar, þ.m.t. glugga og glerjaðar veggeiningar.

Forvalið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Útboðsgögn afhent: 21.04.2021 kl. 00:00
Skilafrestur 19.05.2021 kl. 14:00

Nánari upplýsingar er að finna í rafrænu útboðskerfi Ríkiskaupa, TendSign.

Leiðbeiningar varðandi útboðskerfið er hægt að nálgast á heimasíðu Ríkiskaupa.