Home Fréttir Í fréttum 19.05.2021 Útveggir á Meðferðarkjarna NLSH

19.05.2021 Útveggir á Meðferðarkjarna NLSH

251
0
Meðferðarkjarninn verður stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, en í húsinu verður þungamiðjan í starfsemi Landspítalans. Mynd: NLSH

Nýr Landspítali ohf óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í forvali vegna hönnunar, framleiðslu, sölu og uppsetningar á útveggjum fyrir Meðferðarkjarna, sem er meginbygging fyrirhugaðra nýbygginga Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og er alls um 70 þús. fm að flatarmáli.

<>

Um er að ræða útveggjakerfi fyrir Meðferðarkjarna, alls um 29.000 fm, sem er aðallega einingakerfi (unitised curtain walls) útveggjaeininga, sem klæðir alla útveggi og ytri veggi í inngörðum og við stigaganga byggingarinnar, þ.m.t. glugga og glerjaðar veggeiningar.

Forvalið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Útboðsgögn afhent: 21.04.2021 kl. 00:00
Skilafrestur 19.05.2021 kl. 14:00

Nánari upplýsingar er að finna í rafrænu útboðskerfi Ríkiskaupa, TendSign.

Leiðbeiningar varðandi útboðskerfið er hægt að nálgast á heimasíðu Ríkiskaupa.