Home Fréttir Í fréttum Harpa að drabbast niður

Harpa að drabbast niður

224
0
Ráðist var í óumflýjanlegar viðgerðir á þaki vesturbyggingar. Hér skoða vökul augu hvernig til tókst. Fréttablaðið/Anton Brink Fréttablaðið/Anton Brink

Alvarleg staða er að skapast vegna uppsafnaðs viðhalds á Hörpu og búnaði sem hefur ekki verið hægt að sinna,“ segir í ársreikningi Hörpu.

<>

Við blasir að rekstrarforsendur og grundvöllur starfsemi í Hörpu þarfnast endurskoðunar, segir þar enn fremur, en sú staða sé ekki ný af nálinni heldur hafi einkennt starfsemina frá opnun hússins.

Skýringarnar sem gefnar eru sé hár kostnaður við rekstur fasteignarinnar og mun hærri fasteignagjöld en gert hafði verið ráð fyrir.

Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir stjórnarformaður segir í ávarpi að það tómarúm sem skapaðist á síðasta ári hafi verið nýtt til góðra verka og meðal annars ráðist í nauðsynlegt viðhald.

„Það gat meðal annars orðið vegna þess að eigendur hússins, ríkið og Reykjavíkurborg, lögðu félaginu til aukið hlutafé, fjármuni sem notaðir eru í mikilvægar framkvæmdir sem snúa annars vegar að nauðsynlegu viðhaldi og endurbótum.“

Heimild: Frettabladid.is