Home Fréttir Í fréttum 170 föld eftirspurn eftir lóðum á Selfossi

170 föld eftirspurn eftir lóðum á Selfossi

166
0
Mynd: Þór Ægisson - RÚV
Hátt í 9000 umsóknir bárust um 52 lóðir sem sveitarfélagið Árborg auglýsti til sölu nýverið. Draga þarf úr hópi umsækjenda til að ákvarða hver hreppir lóðirnar. Eftirspurnin er um 170 föld miðað við framboðið.

Undanfarin ár hefur gríðarlega mikil íbúafjölgun orðið í Árborg og öðrum nágrannasveitarfélögum í grennd við höfuðborgarsvæðið. Frá árinu 2017 hefur íbúum fjölgað um fjórðung.

<>

Svo virðist sem ekkert lát sé á þeirri fólsfjölgun, að minnsta kosti ekki ef marka má eftirspurn eftir nýjum byggingalóðum á Selfossi, sem er stærsti þéttbýliskjarninn í Árborg.

Á Facebook síðu sveitarfélagsins er greint frá því í dag að fyrir skemmstu hafi 52 lóðir verið auglýstar lausar til úthlutunar í öðrum áfanga Björkurstykkja, sem er nýtt hverfi vestarlega á Selfossi.

Þar er búið að skipuleggja einbýlis-, par-, rað- og fjórbýlishúsalóðir fyrir samtals um 120 íbúðir. Um þessar lóðir bárust samtals 8895 umsóknir.

Farið verður yfir umsóknirnar áður en dregið verður úr gildum umsóknum í byrjun maí.

Heimild:Ruv.is