Home Fréttir Í fréttum Milljarðasamningur Leigufélags aldraðra við fyrirtæki og iðnaðarmenn frá Akranesi

Milljarðasamningur Leigufélags aldraðra við fyrirtæki og iðnaðarmenn frá Akranesi

528
0

Leigufélag aldraðra hses hefur samið við fyrirtæki og iðnaðarmenn frá Akranesi fyrir hátt í 2 milljarða kr. en um er að ræða tvö verkefni á vegum félagsins.

<>

Um er að ræða 31 íbúðir, þar af 22 tveggja herbergja og 9 þriggja herbergja íbúðir ásamt bílakjallara. Áætlað er að íbúðirnar verði tilbúnar til leigu haustið 2022. Leigufélagið er einnig að hefja byggingu á 51 íbúð við Vatnsholt 1-3 í Reykjavík en þar koma einnig við sögu aðilar af Akranesi.

Framkvæmdir hófust í dag við fjölbýlishús við Dalbraut 6 þar sem að leiguíbúðir fyrir aldraða verða byggðar.

Það er Leigufélag aldraðra hses sem stendur að framkvæmdinni en fyrsta skóflustungan var tekin í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað.

Leigufélag aldraðra er húsnæðissjálfseignarstofnun sem byggir hagkvæmar íbúðir til leigu fyrir eldri borgara og starfar samkvæmt lögum um almennar íbúðir. Lögin gera ráð fyrir bæði hagkvæmni í byggingu en einnig stofnframlögum frá ríki og sveitarfélagi til að leiga verði hagstæðari en ella.

Lögin gera einnig ráð fyrir ákveðnum viðmiðunum í tekjum og eignum hjá væntanlegum leigjendum.

Samstarf Leigufélagsins og Akraneskaupstaðar við undirbúning þessa verkefnis hefur verið mjög gott. Stjórnendur bæjarins hafa frá byrjun lagt áherslu á að heimamenn kæmu sem mest að framkvæmdum og Leigufélagið hefur kappkostað að verða við þeim óskum.

Nefna má nokkra aðila af staðnum sem taka þátt. Alhönnun, Snókur, BM Vallá, Rafpró og Ylur eru fyrirtæki sem nú þegar hefur verið samið við en líklegt er að fleiri bætist í hópinn.

Þá má einnig geta þess að Leigufélagið er að hefja byggingu á 51 íbúð við Vatnsholt 1-3 í Reykjavík en þar koma einnig við sögu aðilar af Akranesi.

Samtals hefur Leigufélagið samið við fyrirtæki og iðnaðarmenn frá Akranesi í þessum tveimur verkum fyrir hátt í 2 milljarða króna.

„Með þessari uppbyggingu er tekið enn eitt skrefið í aðgerðum Akraneskaupstaðar til viðspyrnu vegna Covid-19 faraldursins sem samþykktar voru af bæjarstjórn í apríl 2020. Nú erum við að sjá bara í þessu eina verkefni hátt í tvo milljarða króna þar sem rúmur helmingur þeirrar fjárhæðar skilar sér í atvinnu á Akranesi. Jafnframt er ánægjulegt að sjá þá miklu uppbyggingu sem á sér stað á Akranesi en nú eru ríflega 400 íbúðir fyrir kaupenda- eða leigjendamarkað í byggingu eða að fara í byggingu á lóðum sem hefur verið úthlutað síðustu mánuði og misseri. Þó langstærsti hluti þessa íbúða sé á kaupendamarkaði er ánægjulegt að sjá að Leigufélag aldraða sjái tækifæri í að byggja á Akranesi þar sem fólk getur verið í leiguhúsnæði án þess að þurfa að óttast að vera sagt upp leigunni,“ segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri.

„Við hjá Leigufélagi aldraðra hses þökkum sérstaklega gott og árangursríkt samstarf við stjórnendur bæjarins sem hafa kappkostað að afgreiða öll mál hratt og fagmannlega. Ef frekari verkefni væru í boði myndum við með mikilli ánægju taka þátt í þeim,“ segir Ólafur Örn Ingólfsson formaður stjórnar Leigufélag aldraðra hses.

 

Heimild: Skagafrettir.is